LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRíkarður Jónsson 1888-1977
VerkheitiLágmynd
Ártal1950

Stærð45 x 33 cm

Nánari upplýsingar

Númer1997-97
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniGifs
Aðferð Gifssteypa

Lýsing

Vangamynd á sporöskjulaga grunni.  Áletrað neðst:  Guðmundur Björnsson landlæknir.

Guðmundur Björnsson, landlæknir.

Fæddur í Gröf í Víðidal 12. okt. 1864, dáinn 7. maí 1937.  Kona. 1. (27. apríl 1895) Guðrún Sigurðardóttir (f. 31. des. 1864, d. 29. jan. 1904) húsmóðir. 

Stúdentspróf Lsk. 1887. Læknisfræðipróf Hafnarháskóla 1894. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1894.

      Starfandi læknir í Reykjavík 1894—1895. Jafnframt kennari við Læknaskólann 1894—1895 í stað Schierbecks landlæknis í orlofi hans. Héraðslæknir í Reykjavík og jafnframt kennari við Læknaskólann. Landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans 1906, jafnframt ljósmæðrakennari. Prófessor við læknadeild Háskólans 1911. Orlof frá landlæknisstörfum 30. sept. 1921 um sex mánaða skeið, en jafnframt falið að undirbúa framkvæmd laga um varnir gegn berklaveiki. Lausn frá embætti 1931.

      Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1900—1906. Í stjórn holdsveikraspítalans í Laugarnesi frá upphafi hans 1898. Skip. 1913 formaður fánanefndar. Kosinn 1915 í velferðarnefnd. Skip. 1917 formaður verðlagsnefndar og mþn. í fossamálum og 1922 í orðunefnd og átti sæti í henni til æviloka. Í bankaráði Íslandsbanka 1919—1930. Formaður Slysavarnafélags Íslands frá stofnun þess 1928—1932. Alþingismaður.

Margar greinar og bæklinga um lækningar og heilbrigðismál og ýmis önnur áhugamál sín, gaf út ljóðabók: Undir ljúfum lögum, með höfundarnafninu Gestur.

Þetta aðfang er í Ríkarðshúsi. Safn Ríkarðs Jónssonar er staðsett á Djúpavogi en þar er að finna fjölmarga muni eftir listamanninn.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.