Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRíkarður Jónsson 1888-1977
VerkheitiLágmynd

Stærð40,5 x 28,5 x 3 cm

Nánari upplýsingar

Númer1997-125
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniGifs
AðferðTækni,Gifssteypa

Lýsing

Platti sem sýnir mynd af manni með sverð. Í bakgrunn eru áletraðar rúnir. Áletrað neðst: Egill Skallagrímsson.

Egill Skallagrímsson, hugmynd. Fyrst skorin út í tré. Gjöf til Sigrid Undset, skáldkonu.

Egill Skall-Grímsson fæddist líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Hann tilheyrir fyrstu kynslóð Íslendinga. Egill var sonur hjónanna Gríms Úlfssonar og Beru Yngvarsdóttur sem settust að á Íslandi ásamt öðrum flóttafólki frá Noregi við upphaf landmáms. Grímur var landflótta ásamt föður sínum Úlfi Bjálfasyni eftir að bróðirinn Þórólfur var tekinn af lífi fyrir landráð. Auk þess urðu feðgarnir Grímur og Úlfur sekir um glæpi fyrir flóttann. Talið er að þeir hafi myrt í Noregi meira en fimmtíu manns, þar af að minnsta kosti tvö börn, 10 og 12 ára.

Egill var frá unga aldri mikill hermaður. Hann stundaði hernað og barðist víða um lönd, bæði sem víkingur og í þjónustu konunga. Hann mun hafa framið sitt fyrsta víg sjö ára gamall, þegar hann vóg Grím Heggsson á Hvítárvöllum.

 Egill var gott skáld og eru kvæði hans í hávegum höfð enn þann dag í dag. Sitt fyrsta kvæði orti Egill þriggja ára gamall.

Egill dó um áttrætt, u.þ.b. árið 990. í Mosfellssveit og var grafinn þar sem nú stendur bærinn Hrísbrú. Hundrað árum seinna þykir afkomendum hans hann vera svo merkilegur að ástæða þótti til að flytja líkamsleifar hans í nýjan kirkjugarð sem nú stendur þar sem heitir Mosfell í Mosfellsdal.

Egils saga er helsta heimildin um ævi og störf Egils. Talið er að Snorri Sturluson hafi skrifað hana.

Sigrid Undset var fædd 20. mai 1882 i Kalundborg i Danmörku, dáin 10. juni 1949 í Lillehammer) var norskættuð og tók við Nobelsverðlaununum í bókmenntum árið 1928.

Þetta aðfang er í Ríkarðshúsi. Safn Ríkarðs Jónssonar er staðsett á Djúpavogi en þar er að finna fjölmarga muni eftir listamanninn.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.