LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBrennivínskútur, Trékassi

ByggðaheitiBlönduós
Sveitarfélag 1950Blönduóshreppur
Núv. sveitarfélagBlönduósbær
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiBirna Hallbera Ragnarsdóttir 1954-

Nánari upplýsingar

NúmerHIS-2652-a og b
AðalskráMunur
UndirskráHeimilisiðnaðarsafnið
EfniTré
TækniTrésmíði

Lýsing

a – Brennivínskútur  - þarfnast lagfæringar,
b- trékassi – gæti hafa verið notaður sem saumaskrín. Á loki er ártalið 1850, einnig stafirnir G H,

Í upplýsingum sem fylgdu þessum munum sem og þremur öskunum HIS nr. 2651 a,b,c, eru þeir sagðir hafa verið smíðaðir af Birni Einarssyni (8.08. 1886 – 9.04. 1967), trésmið á Blönduósi. Þar sem tveir askanna bera ártalið 1863 og 1865 er ljóst að téður Björn hefur ekki smíðað þá. Sama er um kassann sem ber ártalið 1850. Ljóst er þó að Björn trésmiður hefur átt þessa muni í fórum sínum og dóttur,dóttir hans gefið þá til safnsins og Elísabet Sigurgeirsdóttir (1926 – 2015) fyrrum safnvörður tekið á móti þeim árið 1996 og skráð niður þessar upplýsingar.

Þetta aðfang er í Heimilisiðnaðarsafninu. Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.