Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGeorg Guðni Hauksson 1961-2011
VerkheitiÁn titils
Ártal2008

GreinMálaralist, Málaralist - Olíumálverk
Stærð210 x 200 cm
EfnisinntakLandslag

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8916
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
Aðferð Málun
HöfundarétturGeorg Guðni Hauksson-Erfingjar , Myndstef

Sýningartexti

Georg Guðni er í hópi þeirra málara sem komu fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum þegar málverkið gekk í endurnýjun lífdaga. Snemma á ferlinum fór hann að fást við landslag og átti hann stóran þátt í að endurreisa landslagsmálverk sem verðugt viðfangsefni hér á landi. Í verkum hans er hin nákvæma eftirmynd og trúfesta augnabliksins ekki meginatriði heldur ljósið og leitin inn á við til hins óræða og það gert sýnilegt sem í raun er ekki sjáanlegt. Georg Guðni byggði málverk sín upp á löngum tíma með mörgum litalögum sem hann bar á strigann með hægum strokum. Tókst honum þannig að vekja upp tilfinningu fyrir óendanleika sem býr yfir seiðmagni sem dregur áhorfandann inn í þá óravídd sem birtist á tvívíðum fletinum. Við fyrstu sýn er óljóst hvort horft sé yfir haf eða land en ef til vill skiptir það ekki máli því það er ekki sjálft landslagið sem Georg Guðni vildi fanga á strigann heldur upplifun af landslagi, sem var oftar en ekki sótt í minningu um hálendi Íslands með svörtum söndum og víðum sjóndeildarhring.

 

Georg Guðni is one of a group of artists who emerged in the 1980s as painting was experiencing a renewal. Early in his career he began to focus on landscape and played a major role in rehabilitating landscape as an important subject of painting in this country. His works do not attempt a perfect imitation or capture of the precise experience of the moment. Instead, the light leads to an exploration of an inner mystery that is not truly visible. Georg Guðni constructed his paintings over long periods of time, using several layers of colours that he applied to the canvas in slow brushstrokes. In this way he succeeded in calling forth a sense of the magnetic qualities of the eternal, pulling the viewer into the vastness portrayed on the two-dimensional plane. At first sight it is not clear whether the image is of sea or land, but perhaps this is not of any importance since it's not the landscape itself that Georg Guðni wanted to capture on canvas, but the experience of landscape, something that he frequently found in memories of the highlands of Iceland with their black sands and wide horizons. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.