Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurDavíð Örn Halldórsson 1976-
VerkheitiHvernig virkar borgarvirki?
Ártal2008

GreinMálaralist - Blönduð tækni
Stærð50 x 78 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8063
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniViður
Aðferð Málun
HöfundarétturDavíð Örn Halldórsson 1976-, Myndstef

Sýningartexti

Davíð Örn Halldórsson vinnur verk sín með blandaðri tækni og finnur þeim farveg jafnt á tvívíðum masónítplötum, ljósmyndum, veggjum, borðplötum, sem og í innsetningum. Viðfangsefni hans, óháð efniviði, er þó ætíð málverkið sjálft, litasamsetningar, myndbygging, mynstur og áferð. Hann leitast við að ögra fegurðarskyninu með því að tefla saman ósamstæðum eða óvenjulegum litum. Davíð er af þeirri kynslóð málara sem hafa alist upp við myndrænan heim myndasagna, teiknimynda, tölvugrafíkur og tölvuleikja, auk götulistar. Hann spreyjar myndir sínar að hluta með úðabrúsum og stenslum en málar líka með iðnaðarlakki. Lakkið gefur málverkum hans sérstakt litróf, hér er ekki sóttur innblástur til náttúrunnar líkt og algengt var hjá íslenskum málurum, heldur er litrófið alþjóðlegt og stórborgarlegt. Notkun Davíðs á mynstri og vinnuaðferð hans á láréttum fleti getur líka minnt á sandmyndir frumbyggja Ástralíu og á mynsturnotkun afrískra málara. Verk Davíðs bera oft titla sem vísa til ósagðrar sögu og er áhorfandanum látið eftir að geta í eyðurnar þegar hann lætur augun reika um mynstur og óvænt litasamspil.  

 

Davíð Örn Halldórsson works in mixed media, using two-dimensional sheets of masonite, photography, walls, tabletops, and installations. His subject, regardless of the material used, is invariably the painting itself, colour combinations, composition, pattern and texture. He seeks to challenge the aesthetic sense by juxtaposing clashing or unconventional colours. Davíð is of the generation of painters who have grown up in the visual world of comics, animation, computer graphics and video games – as well as street art. He partially sprays his works with spray paint and stencils, and also paints using industrial enamel. The enamels give his work an unusual colour palette: he does not seek inspiration in nature, as Icelandic painters have often done; instead the palette is international and urban. Davíð’s use of pattern and his working method in a horizontal plane are also reminiscent of the sand art of Aboriginal Australians, or the use of pattern in African art. The titles of Davíð’s works often evoke untold tales, and it is left to the observer to fill in the gaps as they examine the patterns and unexpected interplay of colour.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.