LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLogbók
MyndefniLogbók
Ártal1969

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiOddur Ármann Pálsson 1932-

Nánari upplýsingar

Númer2020-6-52
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Styrkverkefni-Safnasjóður
Stærð27,6 x 21,4 x 1,8 cm
EfniPappír
TækniPrentun

Lýsing

Logbók, leiðabók flugvélarinnar TF-AAE, sem var í eigu Flughjálpar hf. Áður var hún í eigu Transavia Holland og hafði þá einkennisstafina PH-TRB. Flugvélin var af gerðinni Douglas DC-6 Cloudmaster, smíðuð 1948 og raðnúmer hennar var 43130. Hún var skráð á Íslandi 8. maí 1969. Flugvélin var rifin í Sao Tome árið 1969.

Flugfélagið Flughjálp hf. (Aid by Air) var stofnað af Loftleiðum og hjálparstofnunum kirknanna á Norðurlöndum í apríl 1969, til þess að koma nauðþurftum til fólks í Biafra meðan á Biafrastríðinu stóð. Félagið var skráð á Íslandi og stjórnarformaður þess var herra Sigurbjörn Einarsson biskup.

Logbókin er græn að lit, með harðri kápu og á henni miðri stendur gylltum stöfum: „Loftleiðir hf. Leiðabók“.  Fyrsta færsla bókarinnar er skráð 8. maí 1969 og sú síðasta 4. júní 1969.

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.