Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRagna Róbertsdóttir 1945-
VerkheitiLandslag
Ártal1999

GreinMálaralist, Málaralist - Blönduð tækni
Stærð200 x 200 cm
EfnisinntakAbstrakt, Landslag

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7390
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVikur
HöfundarétturMyndstef , Ragna Róbertsdóttir 1945-

Sýningartexti

Ragna Róbertsdóttir tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem tekur hefðbundna landslagstúlkun í íslenskri listasögu til endurskoðunar. Allt frá því seint á tíunda áratug 20. aldar hefur Ragna fengist við jarðarbundinn efnivið, hraun, torf eða gler sem jafnvel kemur beint úr því landslagi sem ætlað er að túlka og stundum vísa titlar verka hennar til staðarins þaðan sem efni verkanna eru fengin. Í Hekluverkum Rögnu er ekki um að ræða myndir af eldkeilunni eins og fjallið hefur svo oft verið túlkuð af landslagsmálurum. Ragna gengur alla leið að hrauninu og notar það sem efnivið í verkum sínum, í formi vikurs, rauðamalar eða hraungrýtis. Samruni efnis og inntaks verður einstakur innan þess þrönga ramma sem hún sníður verkunum. Vikurmulningurinn í tilviki Landslags tvinnar saman tvívíða list og þrívíða. Þó svo efniviðurinn sjálfur krefjist strangrar formrænnar flokkunar á verki Rögnu sem lágmyndar sökum massa vikursins, er áferð og ásýnd verksins mun nær teikningu.

Vikurinn í verki Rögnu minnir áhorfandann á öskulag á jökli. Gosaska er fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Í eldgosum myndast aska þegar glóandi jarðkvikan freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út undir minni þrýstingi, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar myndast ekki, heldur „frýs“ hún sem gler. Öskumyndun í eldgosum er þess vegna að mestu leyti af völdum vatns.

Ragna Róbertsdóttir belongs to a generation of artists that chose to reconsider the traditional interpretation of landscape painting in Icelandic art history. Since the late 1990s, Ragna has worked with natural materials, lava, turf or glass, which may even be directly sourced from the landscape under interpretation. The titles of her works sometimes refer to the source of the material used. Ragna’s Hekla works are not pictures of the volcano as the mountain has so often been interpreted by landscape artists. Ragna goes right to the lava, and uses it as material in her work in the form of pumice, red scoria or lava fragments. The merging of material and subject matter becomes unique within the strict frame of her work. The pulverised pumice in the case of Landscape combines two-dimensional art with the three-dimensional. Although the material itself dictates a strict form-based classification of Ragna’s work as bas relief, because of the pumice mass, the texture and appearance of the work is much closer to a drawing.

The crushed pumice in Ragna´s work reminds the viewer of a layer of volcanic tephra on the surface of a glacier. Volcanic ash is a finely ground mixture of rapidly cooled rock, ash and glass particles.  Volcanic eruptions create fine tephra when the molten lava bubbles up and disperses, when volcanic vapours, particularly water, are freed from the magma and expand under reduced pressure, like carbon dioxide from a soda bottle as the tap is removed. The tephra cools down so rapidly that it doesn´t form crystals but „freezes,'' like glass. The creation of volcanic ash during eruptions therefore owes a lot to the presence of water. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.