Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiViðhaldsbók, skráð e. hlutv.
MyndefniViðhaldsbók
Ártal1962

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiOddur Ármann Pálsson 1932-2023

Nánari upplýsingar

Númer2020-12-24
AðalskráMunur
UndirskráStyrkverkefni-Safnasjóður, Almenn munaskrá
Stærð24,6 x 19,4 x 1,4 cm
EfniPappír
TækniTækni,Prentun

Lýsing

Viðhaldsbók fjórða hreyfils flugvélarinnar TF-ISU, sem var í eigu Flugfélags Íslands. Hún var af gerðinni Vickers Viscount 759D og var nefnd Hrímfaxi. Flugvélin var smíðuð árið 1956, framleiðslunúmer 149. TF-ISU var skráð á Íslandi 11. apríl 1957. Hún fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Osló þann 14. apríl 1963. Allir um borð létust, 7 farþegar og fimm manna áhöfn.

Bókin er græn að lit og á miðri kápunni stendur: „Engine Log Book”. Á bókina er handskrifað: „TF-ISU”, „#4”, „Rolls-Royce Dart 510-60 s/n 5024”. 

Fyrsta færsla bókarinnar er skráð 28. júní 1962 og sú síðasta 13. apríl 1963. Bókin er fyrri af tveimur viðhaldsbókum hreyfilsins sem eru í varðveislu Flugsafnsins.

Flugfélag Íslands var stofnað á Akureyri 3. júní 1937, og hét upphaflega Flugfélag Akureyrar. Nafni félagsins var breytt í Flugfélag Íslands þann 13. mars 1943 en það var þriðja félagið með því nafni. Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuðust árið 1973 undir nafninu Flugleiðir, síðar Icelandair.

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.