Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurBirgir Andrésson 1955-2007
VerkheitiSjórekið lík nr. 1.
Ártal1998

GreinMálaralist, Málaralist - Lakkmálverk
Stærð60 x 80 cm
EfnisinntakTexti

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-6136
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniLakk, MDF
HöfundarétturBirgir Andrésson-Erfingjar 1955-2007, Myndstef

Sýningartexti

Sjórekið lík nr. 1 er meðal merkustu verka Birgis Andréssonar í textatengdri myndlist. Verkið er hluti af myndröðinni Dauði / Íslenskir litir, byggt á enskum texta með hvítu letri á túrkisbláum fleti, kuldalegu litaspili í athyglisverðri mótsögn við tilfinningaríka lýsingu á illa útleiknu líki. Þórbergur Þórðarson skráði þessa frásögn Axels Tulinius, setts sýslumanns í Norður-Múlasýslu, frá 1894, í Gráskinnu, samantekt þeirra Sigurðar Nordals, sem út kom frá 1928 til 1936. Í samanburði við skráningar Þórbergs hljómar enskur texti Birgis, harðneskjulegur og ákafur. Þann svæsna expressjónisma, sem Birgi kom ekki til hugar að ástunda myndrænt, leyfði hann sér að birta sem texta. Birgir nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

 

Corpse Washed Ashore No. 1 is one of Birgir Andrésson’s most important works in text-related art. It is part of the series Death / Icelandic Colours, based on texts in English in white letters on a turquoise ground – a chilly colour scheme which forms a striking contrast with the moving description of a wave-battered corpse. The description, given by acting district commissioner Axel Tulinius in the North Múli county in 1894, was published by writer Þórbergur Þórðarson in Gráskinna (1928–1936). In comparison with Þórbergur’s account, Birgir’s English words seem harsh and excitable. While Birgir never considered using expressionism visually, he permitted himself to present it in words. Birgir studied art at the Icelandic College of Arts and Crafts (forerunner of the Iceland Academy of the Arts). He sought inspiration in Icelandic literature, traditions and crafts, and applied them in his works, which were made in a range of media. 


Heimildir

Lunds Konsthall: “LUNDUR”, sýningarskrá 1998 með textum eftir Halldór Björn Runólfsson og Ólaf Gíslason


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.