Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGunnhildur Hauksdóttir 1972-
VerkheitiRottukórinn
Ártal2020

GreinSkúlptúr, Nýir miðlar - Hljóðverk, Nýir miðlar - Innsetningar, Teiknun - Blekteikningar
EfnisinntakHljóðgögn, Tungumál

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11672
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniBambus, Pappír, Sílíkon
AðferðTækni,Skúlptúr
HöfundarétturGunnhildur Hauksdóttir 1972-, Myndstef

Lýsing

Rottukór er innsetning unnin uppúr hljóðheimi og félagslífi rotta. Verkið samanstendur af 14 teikningum, 15 mínutna hljóðverki og 9 sílíkon-afsteypum af rottu. Verkið tilheyrir röð verka þar sem Gunnhildur vinnur með umbreytingu hljóðs og myndar og varð til uppúr hugmynd um gjörning. í þessu verki umbreytir hún hljóði úr rottum, sem var tekið upp í tilraunastofu þar sem rannsakað var hvernig rottur tjá hamingju. Hljóðinu er breytt í ómmyndir því mannseyrað nemur ekki tungumál rotta. Gunnhildur túlkar svo ómmyndirnar fyrir mannsraddir með teikningum sem kvennakórinn Hrynjandi syngur eftir. Þannig umbreytist hljóð úr rottum yfir í ómmynd, og þaðan yfir í teikningar og skúlptúr sem mannsraddir síðan túlka yfir í kórverk.


Sýningartexti

Hvernig hljómar hamingjan? Svarið gæti leynst í verkinu Rottukór sem er innsetning unnin upp úr hljóðheimi og samlífi rottna. Verkið samanstendur af 14 teikningum, 15 mínútna hljóðverki og 9 sílíkon-afsteypum af rottu. Verkið tilheyrir röð verka þar sem Gunnhildur vinnur með umbreytingu hljóðs og myndar og varð til upp úr hugmynd um gjörning. Í þessu verki umbreytir hún hljóði úr rottum, sem var tekið upp í tilraunastofu þar sem rannsakað var hvernig rottur tjá hamingju. Hljóðinu er breytt í ómmyndir því mannseyrað nemur ekki tungumál rottna. Gunnhildur túlkar svo ómmyndirnar fyrir mannsraddir með teikningum sem kvennakórinn Hrynjandi syngur eftir. Þannig umbreytist hljóð úr rottum yfir í ómmynd, og þaðan yfir í teikningar og skúlptúr sem mannsraddir síðan túlka yfir í kórverk. Þetta verk er hluti af stærri heild sem Gunnhildur kallar Mennskuróf, þar sem hún kannar mörk mennsku og þess sem við köllum dýrslega hegðun.

 

What does happiness sound like? The answer might lie in the work Ratchoir, an installation based on the soundworld and intimate life of rats. The work consists of 14 drawings, a 15 minute audiowork and 9 silicon casts of rats. The work belongs to a series, inspired by an idea for a performance piece, in which Gunnhildur works on the transformation of sound and image. In this work, she transforms rat sounds recorded in a laboratory that researches how rats express happiness. The sound is converted into sonar images because the human ear does not distinguish the language of rats. Gunnhildur interprets the sonar images for human voices with drawings that the women´s choir Hrynjandi performs. In this manner, the sound of rats becomes a sonar image, and then a series of drawings, and a sculpture subsequently interpreted by human voices into a choir piece. This work forms part of a greater whole which Gunnhildur calls Borderline Human where she explores the border between what is human and what we call animal behaviour.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.