LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLogbók
MyndefniLogbók
Ártal1945

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2021-1-1
AðalskráMunur
UndirskráStyrkverkefni-Safnasjóður, Almenn munaskrá
Stærð15,2 x 10,4 x 0,2 cm
EfniPappír
TækniTækni,Prentun

Lýsing

Logbók Jóns Þ. Ísakssonar flugmanns og flugumferðarstjóra, fyrir svifflug. Bókin er ljósbrún að lit, með mynd af svifflugu á kápunni og á henni stendur: “Svifflugfélag Íslands” og “Flugbók”. Í bókinni er mynd af Jóni, undirskrift hans auk upplýsinga um nafn, heimilisfangog fæðingardag. Samkvæmt bókinni gekk Jón í félagið þann 20. júní 1945 og er bókin númer 174. Fyrsta færsla bókarinnar er skráð 21. júní 1945. Alls eru skráð 25 flug í bókina, það síðasta 3. júní 1995 en síðasta flug fyrir það er skráð 14. september 1946.

Jón Þórmundur Ísaksson fæddist 28. febrúar 1927 í Vestmannaeyjum, hann lést 14. maí 2015. Í æviágripi Jóns sem birt var í Morgunblaðinu 22. maí 2015 segir: „Jón stundaði svifflugsnám og hóf síðan flugnám hjá Flugskóla Akureyrar á Melgerðismelum í Eyjafirði og lauk sólóprófi árið 1946. Hann fór í framhaldsnám til Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma, og lauk atvinnuflugmannsprófi þar í árslok 1947 og blindflugsprófi í maí 1948. Við heimkomuna var Jón ráðinn flugmaður hjá Loftleiðum og starfaði þar til ársins 1953, er hann hóf nám og störf hjá Flugmálastjórn. Jón lagði stund á og lauk grunnnámi og ýmsu sérnámi í flugumferðarstjórn og starfaði lengst af sem varðstjóri í flugturni Reykjavíkurflugvallar. Hann lét af starfi í árslok 1990.”  Flugmannsskírteini Jóns var númer 86.


Heimildir

Morgunblaðið, 22. maí 2015. Sótt af vef: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1554299/.

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.