Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHelgi Þorgils Friðjónsson 1953-
VerkheitiFiskar sjávar
Ártal1995

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð236 x 205,2 cm
EfnisinntakDýr, Fiskur, Fugl, Mannamynd, Sjór

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-6100
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
Aðferð Málun
HöfundarétturHelgi Þorgils Friðjónsson 1953-, Myndstef

Sýningartexti

Samband manns og náttúru hefur lengi verið Helga Þorgils hugleikið og í málverkum hans birtast okkur iðulega naktar og tímalausar mannverur, oftast karlmenn, sem ýmist eru hluti af náttúrunni eða eru einangraðar og virðast ekki ná sambandi við umhverfi sitt.Í verkinu Fiskar sjávar er ekki laust við að maðurinn birtist sem kóróna sköpunarverksins eða drottnari jarðar, þar sem hann situr á miðjum myndfletinum umkringdur fuglum og fiskum í kaldri birtu og flókinni speglun. Stelling mannsins á myndinni á sér langa og táknræna sögu innan listasögunnar en sambærileg myndbygging þótti hæfa myndum af almáttugum keisurum Rómaveldis. Kristindómurinn tók svo þessa máttarmynd og yfirfærði hana á Jesú Krist endurfæddan, prúðbúinn og sitjandi í hásæti. Maður Helga er hins vegar nakinn og berskjaldaður eins og fuglar himinsins og fiskar sjávarins en óneitanlega hefur verkið yfir sér helgiblæ og minnir á altaristöflur fyrri alda, meðal annars myndir af heilögum Frans frá Assisi, verndara allra dýra og umhverfisins. Er þetta ef til vill áminning til veiðimannasamfélagsins um að maðurinn sé eitt af dýrum jarðar og hluti af náttúrunni?

 

Helga Þorgils has long been interested in the relationship between humanity and nature, and in his paintings he invariably depicts naked, timeless human beings – generally male – who are either part of nature, or isolated, apparently cut off from their surroundings. In his Fishes of the Sea, the figure of a man may perhaps be seen as the crowning glory of the Creation, or the lord of the earth, as he sits at the centre of the space, among birds and fish, bathed in a chilly light and surrounded by complex reflections. The posture of the human figure in this painting has a long and symbolic history in art: a similar composition was deemed appropriate for depictions of the omnipotent emperors of ancient Rome. Christianity adopted this imagery of power and transposed it to Jesus Christ – resurrected, finely-robed and enthroned in glory. The man in Helgi Þorgils’ painting is, in contrast, naked, and as vulnerable as the birds of the air and the fishes of the sea; yet the painting has a spiritual ambiance, reminiscent of old altarpieces – for instance of St. Francis of Assisi, patron saint of animals and nature. Could this be a reminder to Icelanders, whose life has always been grounded in the fisheries, that human beings are just one of the many animals on earth, and part of nature?


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.