LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSundbolur

SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer10661/1992-24
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
Stærð74 x 34 cm
EfniBómullarefni
TækniVefnaður

Lýsing

 Sundbolur, líklega úr bómullarefni með teygju. Hann er röndóttur með  breiðum rauðum röndum og mjóum hvítum röndum á milli. Framstykkið er í  tvennu lagi og saumað saman í miðju þannig að renndurnar í efninu liggja á ská of koma saman í miðju. Að ofan kemur sérstakt brjóstastykki sem er með brjóstasaumum að framan. Hálsmálið er V-laga. Við það og yfir axlir koma rauð teygjubönd með mjóum hvítum röndum. Þau eru í kross yfir bakið að aftan og eru fest við bakstykkið. Bakstykkið er saumað á sama hátt og framstykkið nema bakstykkið er breiðara yfir rassinn. Bolurinn er með ljósri skrefbót úr bómullarefni.
19.11.1992 HRS Þessi sundbolur var í geymslum safnisins og mun hann aldrei hafa verið skráður. Bolurinn var algerlega ómerktur og því er ekkert vitað um hann, hvorki gefandann né hvaðan sundbolurinn kemur.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.