LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSigurlaug Jónasdóttir 1913-2003
VerkheitiVorgleði
Ártal1994

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð50 x 60 cm
EfnisinntakHundur, Kýr, Maður, Sveitastörf, Torfhús

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-5689
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturSigurlaug Jónasdóttir 1913-2003

Sýningartexti

Vorið markar nýtt upphaf í hringrás náttúrunnar þegar gróðurinn vaknar til lífsins eftir vetrardvala. Meðal vorverkanna í íslenskri sveit hér áður fyrr var að hleypa kúm úr fjósi og leyfa þeim að sletta úr klaufunum, stinga tað úr fjárhúsum og bera á þurrkvöllinn þar sem því var staflað í hrauka og jafnvel búa til klíning úr kúamykju. Bæði tað og klíningur nýttist sem eldsneyti enda lítið um eldivið í skóglausu landi. Litabirta og mikil hreyfing einkennir þetta málverk og greinilegt að Sigurlaug hugsar aftur til æskuáranna þar sem fjósið er úr torfi og grjóti með grasþaki og fólkið á myndinni er önnum kafið við sveitastörf sem eru löngu aflögð. Torfbærinn er húsgerð sem tíðkaðist hér um aldir og er gott dæmi um sjálfbæra byggingu þar sem höfð var að leiðarljósi nýting náttúrulegra efna sem voru til staðar. Torfbærinn er því einstakur menningararfur sem mikilvægt er að standa vörð um.

 

Spring marks a new beginning in the cycle of life, as vegetation awakens after its winter hibernation. One of the chores of spring in the Icelandic countryside was to release the cows from the stable and allow them to stretch their limbs, shovelling dung from the sheep pen onto the drying area where it was piled up, and even making fertilizer from cow manure. Both dung and dried cow manure were used as materials for fire since there was little firewood in a country with barely any forest cover. Light, colour and movement characterize this painting. It is clear that here Sigurlaug is ruminating on her childhood where the stable was made of turf and stone with a grass roof, while the people in the picture are busy with the kind of farmwork that has not been practiced for a long time. The turf farm is a type of building that was traditional here for centuries and is a good example of a sustainable structure which principles were based on the utilization of the natural materials available in the environment. The turf house is therefore a unique cultural inheritance which conservation is of vital importance.     


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.