Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞorbjörg Höskuldsdóttir 1939-
VerkheitiHúm (Þorgeirsfellshyrna á Snæfellsnesi)
Ártal1988

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð126 x 146 cm
EfnisinntakLandslag, Loftslag, Veður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-4761
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Þorbjörg Höskuldsdóttir 1939-

Sýningartexti

 Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur ferðast mikið um landið og sótt innblástur í verk sín og frá fyrstu tíð hefur íslensk náttúra, einkum fjöll, verið áberandi í verkum hennar. Hér er það Þorgeirsfellshyrna á Snæfellsnesi sem veitir henni andagift. Oftar en ekki vekja verk hennar áhorfandann til umhugsunar um þörf mannsins fyrir að setja mark sitt á náttúruna og leggja hana undir sig. Þetta birtist meðal annars í teppa- og flísalögn náttúrunnar í verkum Þorbjargar sem verður til þess að óljóst er hvað er úti og hvað er inni, hvað er manngert og hvað er náttúrulegt umhverfi. Það sama á við um ýmiss konar byggingareiningar sem birtast í verkum hennar, svo sem súlur og veggjabrot. Í námi sínu í Kaupmannahöfn lagði Þorbjörg sérstaka stund á fjarvíddarteikningu og til að koma þessum manngerðu einingum fyrir í náttúrunni og skapa myndræna dýpt á hinu flata yfirborði málverksins nýtir hún sér iðulega töfra fjarvíddarinnar.

 

Þorbjörg Höskuldsdóttir has travelled widely around Iceland finding inspiration for her art, and from the outset Icelandic nature has had a leading place in her works – and especially mountains. In this work her inspiration comes from the mountain Þorgeirsfellshyrna on the Snæfellsnes peninsula. As a rule, her works lead the observer to consider humanity’s need to make their mark on nature and to appropriate it. This is seen, for instance, in carpeting and tiling of nature in Þorbjörg’s work – leading to a blurring of perceptions of indoors and outdoors, the manmade and the natural. The same is true of certain elements of buildings seen in her work, such as columns and fragments of walls. During her studies in Copenhagen, Þorbjörg trained especially in perspective drawing; in order to insert these manmade elements into a natural setting and establish depth on the flat surface, she invariably applies her perspective skills.


Heimildir

Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir í Gallerí Borg, Mbl. 29. apríl 1988, Mynd.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.