LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGunnlaugur Scheving 1904-1972
VerkheitiTveir menn við fiskvinnu
Ártal1944

GreinMálaralist - Gvassmyndir
Stærð76 x 97 cm
EfnisinntakAtvinnulífið, Landbúnaður, Mannamynd

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-3599
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniGvasslitur, Pappír, Þekjulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturListasafn Íslands , Myndstef

Merking gefanda

Gefandi Guðrún Hvannberg og synir, 1976


Sýningartexti

Fólk við vinnu sína var Gunnlaugi Scheving alla tíð mjög hugleikið og frjótt umfjöllunarefni. Gunnlaugur sagði sjálfur að hann hefði mest gaman af að mála fólk, einkum að vinnu úti í náttúrunni, en sagðist vara sig á fjöllunum, þar sem stór fjöll gerðu manninn lítinn. Honum fannst samt gaman að hafa landslag á myndunum en manneskjan var aðalatriðið. Árið 1944 vann Gunnlaugur Scheving röð gvassmynda af fólki við vinnu sína bæði til sjávar og sveita og sjáum við hér tvær af þessum myndum sem beina athyglinni að fiskvinnu. Annars vegar saltfiskverkun á stakkstæði þar sem verið er að breiða fisk til þerris undir berum himni. Hins vegar sjáum við tvo menn gera að fiski í einhvers konar hjalli eða skúrbyggingu. Gvasslitir eru þekjandi vatnslitir sem gefa sérstaka matta áferð og eru oft notaðir við skissugerð fyrir olíumálverk. Þó að myndirnar sé dregnar upp með grófum dráttum ná þær að fanga verklag, vinnufatnað og kynjahlutverk við fiskvinnslu um miðja síðustu öld.

 

Gunnlaugur Scheving always had a keen interest in people at work, which was a source of abundant inspiration. The artist himself remarked that he most enjoyed painting people, especially at their work outside in nature; but he said he avoided mountains, as big mountains made human figures small. But he liked to include landscape in his paintings, although the focus was on the human figure. In 1944 he made a series of gouaches of people at work, both by the sea and in the countryside. We see here two of the paintings that focus on fish-processing work. One depicts saltfish processing, where the salted fish is spread to dry in the open air. In the other we see two men gutting and cleaning fish in some kind of shed. Gouache is an opaque form of watercolour with a matte texture; it is often used in preliminary sketches for oil paintings. While the images are roughly drawn, they vividly capture the tasks in hand, clothing and gender roles in fish-processing in the mid-20th century.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.