LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÚtvarp, Viðtæki, útvarpstæki
TitillPHILIPS BX 420 A

ByggðaheitiHafnarfjörður
Sveitarfélag 1950Hafnarfjörður
Núv. sveitarfélagHafnarfjarðarkaupstaður
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandHolland

GefandiÞór Gunnarsson 1940-

Nánari upplýsingar

Númer2022-2-11
AðalskráMunur
UndirskráÚtvörp
Stærð455 x 230 x 230 mm
EfniBakelít
TækniTækni,Útvarpssmíði

Lýsing

PHILIPS BX 420 A framleitt í Hollandi 1952. AC 110 145 volt.

Bylgjusvið Lw – Bc – Sw1 – Sw2

Þór Gunnarsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er lærður loftskeytamaður og útskrifaðist úr því fagi árið 1961,  þaðan kemur áhugi hans fyrir útvarpstækjunum. Hann starfaði aldrei sem loftskeytamaður því beint eftir útskrift hóf hann störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem hann starfaði í rúm 40 ár. Þór fór að safna útvörpum upp úr 1980 með það í huga að endurbyggja gömul tæki þegar hann kæmist á eftirlaun. Árið 2006 færði Þór Byggðasafni Hafnarfjarðar safn sitt sem hefur að geyma mörg hundruð tæki; útvarpsviðtæki, sjónvörp, plötuspilara, segulbandstæki, talstöðvar, bátastöðvar, íhluti og ýmislegt annað.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Hafnarfjarðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.