Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurAnna Júlía Friðbjörnsdóttir 1973-
VerkheitiQSB (Are my signals fading?)
Ártal2021

GreinGrafík, Grafík - Ætingar
Eintak/Upplag1/1
EfnisinntakKallmerki, Morsstafróf

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11719
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniKopar, Pappír, Prentlitur
AðferðTækni,Þrykk,Djúpþrykk,Æting
HöfundarétturAnna Júlía Friðbjörnsdóttir 1973-, Myndstef

Sýningartexti

Í verkinu QSB (Are my signals fading?) kallar Anna Júlía með sérstökum hætti á áhorfandann með því að nýta sér morsmerkjakerfið. Uppröðun koparplatnanna í lárétta línu myndar morskóðann QSB. Táknin í verkinu merkja: „Are my signals fading?“ („Hafa merki mín dofnað?“) Morsstafrófið er merkjakerfi sem táknað er með punktum og strikum sem eiga sér samsvörun í mislöngum hljóðum. Þrykkin af koparplötunum sýna hluta landslagsins á Seyðisfirði þar sem verkin voru unnin og teikningarnar verða að eins konar dulkóðuðu myndmáli í túlkun Önnu Júlíu á fjallahring Seyðisfjarðar. Koparplöturnar standa þannig hver og ein fyrir visst tákn og senda merkið með kerfisbundnum hætti meðan þrykkin sem gerð eru með óreglulegum hætti mynda nýtt landslag eða dulkóðaðar teikningar. Líkt og í öðrum verkum frá umliðnum árum notar listamaðurinn hér morskóða til að vekja athygli á þeim breytingum sem eiga sér stað í náttúrunni af mannavöldum og má túlka sem ákall eða neyðaróp á fínlegum, lágstemmdum nótum.

 

In QSB (Are my signals fading?), Anna Júlía addresses the observer using Morse code. The arrangement of copper plates in a horizontal line forms the letters QSB in Morse code, signifying the message Are my signals fading? Morse code is a system of dots and dashes that indicate long and short sounds in signalling. The prints made from the copper plates show part of the landscape of Seyðisfjörður in east Iceland, where the works were made; the engravings become a coded imagery in Anna Júlía‘s depiction of the mountains around the fjord. Thus each copper plate stands for a certain symbol, systematically sending its message, while the irregularly-made prints create a new landscape, or coded drawings. As in other works in recent years, here the artist uses Morse code to draw attention to the manmade changes taking place in nature; her work may be seen an alarm call or cry for help, in delicate, muted form.

 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.