LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEinar Falur Ingólfsson 1966-
VerkheitiRjóðrið – Tuttugu mánuðir. Janúar 2019 – ágúst 2020
Ártal2019-2020

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
Eintak/Upplag1/3
EfnisinntakÁrstíð, Gróður, Rjóður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11720
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniLjósmynd, Pappír
AðferðTækni,Ljósmyndun,Stafræn ljósmyndun
HöfundarétturEinar Falur Ingólfsson 1966-, Myndstef

Merking gefanda

Gjöf listamannsins


Lýsing

Í verkinu beitir listamaðurinn hlutlægu sjónarhorni heimildaljósmyndunar til að skrásetja breytingar í umhverfinu, í þessu tilviki griðastað hans í náttúrunni. Verkið er samsett af 20 ljósmyndum sem teknar voru á stóra blaðfilmumyndavél og sýna rjóður í skógi á mismunandi tímum árs.


Sýningartexti

Einar Falur Ingólfsson hefur á ferli sínum fengist jöfnum höndum við heimildaljósmyndun og listræna ljósmyndun í formi dagbókar, þar sem saman fer hlutlæg skráning og huglæg nálgun. Dagbókarverk hans fela í sér skráningu mikilvægra staða í lífsumgjörðinni og í verkinu Rjóðrið – Tuttugu mánuðir. Janúar 2018 - ágúst 2020 beinir hannsjónum að náttúrunni umhverfis sumarbústað fjölskyldunnar. Verkiðvar sýnt á einkasýningunni „Um tíma ­– Dagbók tuttugu mánaða“ árið 2022 og samanstendur af tuttugu ljósmyndum úr safni ljósmynda sem listamaðurinn hóf að taka af rjóðrinu þegar það varð að hans persónulega griðastað. Á myndunum birtist mannlaust og síbreytilegt rjóðrið á mismunandi tímum árs, mótað af náttúruöflunum en einnig af ummerkjum mannsins þrátt fyrir fjarveru hans á myndunum. Jafnframt má segja að ljósmyndaröðin sé vitnisburður um nærveru listamannsins og huglæga afstöðu hans til rjóðursins. Verkið fjallar þannig um tengsl manns og náttúru, gang tímans og hverfulleikann.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.