LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurFinnur Arnar Arnarson 1965-
VerkheitiNafnlaus
Ártal2001

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
EfnisinntakBarn, Barnavagn, Faðir, Haf, Himinn, Landslag, Sólsetur

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11728
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

HöfundarétturFinnur Arnar Arnarson 1965-, Myndstef

Lýsing

Grunntónninn í verkum Finns Arnars hverfist um tilgang og eðli lífsins í samhengi fjölskyldunnar og listsköpunar, og eru viðfangsefni hans því gjarnan á sjálfsævisögulegum nótum. Á myndinni, sem tekin er við sjávarsíðuna, ber mann með barnavagn við ábúðarmikinn himin og sólarlag. Myndin hefur þannig skírskotun til rómantískrar hefðar landslagsmynda sem fjalla gjarnan um stöðu mannsins gagnvart náttúruöflunum. Myndefnið hefur persónulega merkingu fyrir listamanninum þar sem hún var tekin skömmu eftir fæðingu hans fjórða barns en í víðara samhengi snertir myndin á spurningum um hlutverk karlmannsins og ímynd föðurins.


Sýningartexti

Grunntónninn í verkum Finns Arnars hverfist um tilgang og eðli lífsins í samhengi fjölskyldunnar og listsköpunar. Viðfangsefni hans eru því gjarnan á sjálfsævisögulegum nótum og oft er Finnur sjálfur í aðalhlutverki. Á ljósmyndinni, sem tekin er við sjávarsíðuna, ber frekar smáa mannsmynd með barnavagn á miðri mynd við ábúðarmikinn himin og sólarlag. Myndin hefur þannig skírskotun til rómantískrar hefðar landslagsmynda sem fjalla gjarnan um stöðu mannsins gagnvart náttúruöflunum. Myndefnið hefur einnig persónulega merkingu fyrir listamanninn þar sem hún var tekin skömmu eftir fæðingu hans fjórða barns. Í víðara samhengi veltir myndin upp spurningum um hlutverk karlmannsins og ímynd föðurins.

 

The basic theme of Finnur Arnar’s works focuses on the context of family and artistic creation. His subjects thus often have autobiographical content, and the artist himself tends to play the leading role. In the photograph, taken by the sea, a rather distant man with a pram is silhouetted against a magnificent sky and sunset. The photograph thus evokes the romantic tradition of landscape paintings, which often address the place of humanity vis-à-vis the forces of nature. The subject also has personal significance for the artist, as it was taken shortly after the birth of his fourth child. In a broader context, the picture raises questions about the masculine role and the image of fatherhood.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.