LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurAnna Rún Tryggvadóttir 1980-
VerkheitiÓkerfisbundin kortlagning
Ártal2021

GreinMálaralist - Vatnslitamyndir
Stærð113 x 100 cm
EfnisinntakEfnafræði, Litaduft, Rannsókn, Segull, Skrásetning

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11850
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír, Vatnslitapappír, Vatnslitur
AðferðTækni,Málun,Vatnslitamálun
HöfundarétturAnna Rún Tryggvadóttir 1980-, Myndstef

Sýningartexti

Í þessu rými eru tvær seríur af verkum, annars vegar vatnslitaverk og hins vegar skúlptúrar eftir Önnu Rún Tryggvadóttur. Í verkum sínum einbeitir Anna Rún sér iðulega að því að því að opinbera innra eðli efniviðarins sem hún vinnur með hverju sinni. Útfærsla verkanna er ólík en segulvirkni er viðfangsefnið í báðum þessum tilvikum. Tvívíðu verkin á veggjunum bera heitið Ókerfisbundin kortlagning og eru heimildir um ferli þar sem segulvirkni og þyngdarafl hafði áhrif á för vatnslitarins um pappírinn. Í verkin notaði Anna Rún litarefni sem innihalda svartan lit sem unninn er úr járni, en járn er segulvirkt og fangar Anna þessa virkni á pappírinn í eins konar segulpunkta víðs vegar um myndflötinn. Þyngdarlögmálið stýrir því svo hvernig vatnsliturinn sem ekki er segulvirkur dreifir sér um pappírinn. Hér er því alls ekki um kerfisbundna skráningu að ræða heldur byggir ferlið á eðlis- og efnafræði efnisins sem er í verkinu og setur þannig efni úr náttúrunni í brennipunkt og býður upp á nýtt sjónarhorn á náttúruna.

 

In this exhibition space are two series of works: watercolours and sculptures by Anna Rún Tryggvadóttir. In her art Anna [AY1] Rún invariably opens up the inner nature of the material she is working with at the time. The methodology of the works differs, but in both cases the subject is magnetism. The two-dimensional works on the walls, Nonsystemic Mapmaking, are documentation of a process by which magnetism and gravity influence the path of the watercolour on the paper. In these works Anna Rún uses paints that include a black pigment made from iron: as iron is a magnetic metal, Anna captures the magnetism on paper into magnetic points all over the paper. The movement of the non-magnetic watercolour, meanwhile, is subject to the force of gravity. This is thus far from being a systematic record: the process is grounded in the chemical and physical properties of the materials in the work, thus placing the focus on a natural substance, and offering a new perspective on nature.

 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.