Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurAnna Rún Tryggvadóttir 1980-
VerkheitiGeymd
Ártal2021

GreinNýir miðlar - Innsetningar
EfnisinntakEðlisfræði, Jarðfræði, Seguláttaviti, Segull

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11853
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniMálmur, Steinn, Svampur
HöfundarétturAnna Rún Tryggvadóttir 1980-, Myndstef

Sýningartexti

Hér varpar Ann Rún ljósi á þau órjúfanlegu áhrif sem segulsvið jarðar hefur á öll berglög plánetunnar, en segulsvið hleðst í jarðlögin um leið og þau verða til. Hleðsla rafsegulkraftsins hefur umpólast með reglulegu millibili og er sú saga geymd í öllu bergi. Heiti verksins Geymd vísar í þá jarðeðlisfræðilegu eiginleika sem birtast í verkinu. Berglög og steinefni geyma í sér segulstefnu jarðarinnar eins og hún var þegar bergið mótaðist. Verkið endurspeglar því sambandið sem berglög á yfirborði jarðarinnar eiga við innri og ytri kjarna jarðarinnar, en þar eru upptök segulsviðsins.

Frá því maðurinn kom fram á sjónarsviðið hefur ein og sama segulstefnan verið ríkjandi enda saga mannkyns mjög stutt á tímaskala jarðarinnar. Verkið Geymd byggir á þremur steinum frá ólíkum tímaskeiðum sem hver um sig varðveitir mismunandi segulstefnu sem er gerð sýnileg með áttavita sem hangir yfir steininum. Steinn sem stýrir áttavitanál í norður er tekinn úr Skálafelli á Hellisheiði og er u.þ.b. 0,8 milljóna ára gamall. Steinninn sem stýrir áttavitanál í suður er tekin úr Korpuósum í Grafarvogi og er u.þ.b. 2 milljóna ára gamall. Steinninn sem stýrir áttavitanál í vestur er tekinn úr Skálamælifelli á Reykjanesi. Bergið þar er um 92.000 ára gamalt og mótaðist á tímabili þegar algjört frávik í segulstefnu jarðar átti sér stað. Þá voru segulpólarnir þvert á það sem við þekkjum í dag og lágu við miðbaug jarðarinnar. Segulnorður á þessum steini er í okkar núverandi vestri.

 

Here Anna Rún throws light on the enduring influence of the earth’s magnetic field on all the planet’s rock strata: as the rock strata form they are charged with the magnetic field. The polarity of the earth is reversed at regular intervals, and that story is written in all the earth’s rocks. The title Transmission references the geophysical attributes displayed in the work. Rock strata and minerals store the polarity of the earth as it was when the rock formed. Thus the piece reflects the relationship between the rocks on the earth’s surface and the inner and outer core of the planet, the source of the magnetic field.

 

Since the advent of the human race, the polarity of the earth has not changed – and indeed human history is just a moment in geological time. Transmission is based on three rocks from different eras, each with its own polarity, which is made visible by a compass hanging above the rock. The rock which directs the compass needle to the north is from Skálafell on the Hellisheiði heath: It is about 0.8 million years old. The rock which directs the needle to the south is from Korpuósar in Grafarvogur, Reykjavík. It is about 2 million years old. The rock that directs the needle to the west is from Skálamælifell on the Reykjanes peninsula. The rock there is about 92,000 years old; it dates from a period of deviation in the earth’s magnetic field, when the magnetic poles were at right-angles to what we know today, at the equator. So the magnetic “north” in this rock is in our “west.”


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.