LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristbergur Ó. Pétursson 1962-
VerkheitiStormur
Ártal1982

GreinGrafík - Ætingar
Stærð27 x 35 cm
EfnisinntakAbstrakt, Veður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-4324
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír, Þrykk
AðferðTækni,Þrykk,Djúpþrykk,Æting
HöfundarétturKristbergur Ó. Pétursson 1962-, Myndstef

Sýningartexti

Óblítt veðurfar hefur orðið mörgum listamönnum að umfjöllunarefni og þekkja margir ljóðlínu Hannesar Hafstein: „Ég elska þig stormur, sem geisar um grund“, upphaf kvæðisins Stormursem birtist fyrst á prenti árið 1882. Hundrað árum síðar gerði Kristbergur Ó. Pétursson ætinguna Stormur, þar sem ofsi og ákafi ráða ríkjum. Hann var þá við nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og ári síðar festi Listasafn Íslands kaup á verkinu á samsýningu ungra grafíklistamanna á Kjarvalsstöðum. Grafíklistin átti mikið blómaskeið hér á landi á áttunda áratug tuttugustu aldar og var grafíkdeildin í Myndlista- og handíðaskóla Íslands vinsæl meðal nemenda skólans. Margir sneru sér þó að öðrum miðlum í listsköpun sinni enda grafík krefjandi listgrein. Það á til dæmis við um Kristberg sem hefur að mestu helgað sig málaralist allt frá upphafi níunda áratugarins þegar nýja málverkið ruddi sér braut hér á landi. Óhlutbundnar náttúrustemningar sem eiga rætur í hrjóstrugu hrauninu í kringum heimabæ hans, Hafnarfjörð, hafa einkennt málverk hans og má greina fyrirboða þeirra í þessari gömlu grafíkmynd.

 

Harsh climate has been a subject for many artists and many people know the first lines of Hannes Hafsteinn’s poem Storm, first published in 1882: “I love you storm, as you roar on the field.“ A hundred years later, Kristbergur Ó. Pétursson made the etching Storm, in which violence and passion are dominant. At the time, he was studying at the graphic art department of the Icelandic College of Art and Crafts, and a year later the National Gallery of Iceland bought the work at a group exhibition of young graphic artists in Kjarvalsstaðir. Graphic art flourished in this country in the 1970s and the graphic art department of the Icelandic College of Art and Crafts was highly popular among its students. Many would eventually turn to other media in their creative practice since graphic is a demanding artform. This is true, for example, of Kristbergur, who has mostly dedicated himself to painting since the beginning of the 1980s when the new painting movement became entrenched in this country. Abstract expressions of the ambience of the rough lava field around his hometown of Hafnafjorður have characterized his paintings, of which certain hints can be detected in this old graphic image.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.