LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurMagnús Pálsson 1929-
VerkheitiEye Talk
Ártal1990

GreinNýir miðlar, Nýir miðlar - Vídeóverk
Tímalengd00:30:
EfnisinntakMannamynd

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7393
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVídeó
HöfundarétturMagnús Pálsson 1929-, Myndstef

Lýsing

Kvikmyndaður gjörningur.


Sýningartexti

Holræsi eru ekki algengt viðfangsefni í myndlist en eru þó nauðsynleg samfélögum manna. Í vídeóverkinu sem hér má sjá er bakgrunnurinn fenginn úr eftirlitsmyndavél sem farið er með um sívöl ræsi og leiðir hugann að alsjáandi auga sem fer um iður borgarinnar. Í forgrunni, hægra megin á skjánum, sjáum við háls og neðri hluta andlits Magnúsar hreyfast og heyrum hann fara með texta með tilbreytingarlausri röddu þar sem orðaflaumurinn vellur fram eins og vatnið, án framvindu eða samhengis, en þó má greina að textinn fjallar um tóbaksnautn á einn eða annan hátt. Áhugamál Magnúsar og viðfangsefni margra verka eru hljóð og hrynjandi tungumálsins þar sem leikur og grín eru aldrei víðs fjarri. Með skúlptúrum sínum, rýmisverkum, hljóðverkum, vídeóverkum, gjörningum og leikhúsverkum hefur Magnús brotið niður mörkin á milli listgreina og endurskilgreint mörkin á milli listar og veruleika. 

 

Sewers are not common subjects in fine art, and yet they are vital to any community of human beings. In this work of video art, the background comes from a security camera that travels through sewer pipes and brings to mind an all-seeing eye that travels through the underbelly of the city. In the foreground, to the right of the screen, we see Magnús´s neck and the lower half of his face moving, and we hear him reciting a text in a monotonous voice. The flow of words bursts forth like water, without a forward moving narrative or context, but one can distinguish that the text focuses on nicotine addiction in one form or another. Magnús´s interests, and the subject matter of many of his works, are the sound and rhythm of language, with playfulness and joking never far away. With his sculptures, his spatial, sound and video works, his performance art and theater work, Magnús has broken down the border between different fields of the arts and redefined the frontier between art and reality.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.