Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiFatageymsla, Fatakista, Hirsla, húsmunur, Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv.

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5356/2021-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð83 x 43,5 x 53 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði,Trénegling

Lýsing

Kistan er úr við, sennilega furu. Kistan er ómáluð en er skreytt með járnbólum að framan. Sitt hvoru megin við skráargatið eru stafirnir M og N hnoðaðir á kistuna með járnbólum og þar fyrir neðan ártalið 1691 einnig hnoðað á með járnbólum. Lok kistunar er mikið kúpt og ofan á því eru tvær járngjarðir. Lokið er tréneglt en kistan sjálf er geirnegld. Á hornum eru járn til styrkingar. Höldur úr járni eru á sitt hvorum gafli. Handraði vinstra megin í kistunni sem er í heilu lagi. Lamir úr járni sem eru í lagi. Kistan er í ágætu ástandi miðað við aldur. Lengd kistu er 83 cm um miðjan kassa. Breidd kistu, en hún víkkar aðeins upp á við, er frá 40 cm upp í 43,5 cm. Hæð kistu þar sem hún er hæst eða um mitt lok er 53 cm.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.