Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKristinn G. Harðarson 1955-
VerkheitiHeimferðin
Ártal2022

GreinTextíllist - Útsaumsverk
Stærð25 x 32 cm
EfnisinntakFerðalag, Texti, Útsaumur, Veður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11861
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniGarn, Ýmis vefjarefni
AðferðTækni,Textíltækni

Sýningartexti

Kristinn G. Harðarson á sér fjölbreyttan feril og má með sanni segja að hann hafi fengist við flesta miðla myndlistarinnar og rannsakað möguleika þeirra. Um leið upphefur hann hið hversdagslega og tilviljanakennda. Meðal þeirra aðferða sem Kristinn hefur kannað er útsaumur þar sem nákvæm handavinnan skilar sérstakri tilfinningu á mörkum hins persónulega og almenna. List Kristins G. Harðarsonar vekur upp margar spurningar hjá áhorfandanum. Ef grannt er skoðað leynast margar vísbendingar í sjálfum verkunum en þar er þó ekki að finna neitt eitt rétt svar. Hér, eins og í mörgum öðrum verkum listamannsins, er það nærumhverfið sem er Kristni ofarlega í huga og sækir hann efnivið í dagbækur sínar þar sem hann skráir hugleiðingar og hugdettur. Hér er það bílferð heim á leið sem kallar fram meðfylgjandi texta:

dimmt, yfir og dálítið hvasst 

var veðrið í mér?

kannski var það heimferðin

umferðin hraðari en áður

landslagið á fleygi-

ferð

allir á útopnu

 

Kristinn G. Harðarson has had a varied career and has worked in and explored the potential of most fine art media. At the same time, he elevates the everyday and the coincidental. Among the methods Kristinn has explored is embroidery, where the precise handiwork results in a certain feeling that hovers on the border between the personal and the general. Kristinn G. Harðarson´s art raises many questions. Examined closely, the works themselves contain many hints while there is never a single right answer. Here, as in so many other of his works, it is the near environment that Kristinn is most concerned with, and he draws his subject matter from his journals where he records his thoughts and ideas. It is his drive home that inspires the following text:

Dark and a little stormy 

The weather inside me?

Maybe it was the drive home

Traffic faster than before

Landscape moving

Fast

Everyone on fire


Heimildir

"Endurspeglar vaxandi áhuga á handverki", Morgunblaðið, 8.6.2022, s. 24

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/32276/9jprd4/spor-og-thraedir

https://www.visir.is/g/20222273810d/snipur-og-sjalfs-froun-a-kjarvals-stodum

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.