LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHrafnkell Sigurðsson 1963-
VerkheitiAfhjúpun V
Ártal2014

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
Stærð145 x 96 cm
Eintak/Upplag1/3
EfnisinntakDjúp, Haf, Mengun, Plast, Vatn

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11863
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPrentlitur, Prentpappír
HöfundarétturHrafnkell Sigurðsson 1963-, Myndstef

Sýningartexti

Það er eitthvað heillandi og fágað en líka dularfullt við ljósmyndaröð Hrafnkels Sigurðssonar Afhjúpun. Við fyrstu sýn er ekki alveg augljóst hvert hann sækir myndefnið en þegar betur er að gáð má sjá að þetta er kúluplast sem flýtur í vatni. Það sést ekki í yfirborð vatnsins en grænleitur bakgrunnurinn dekkist jafnt og þétt þegar neðar dregur og gefur vísbendingu um mikið dýpi. Náttúruleg birtan fellur lóðrétt á efnið og kallar fram skugga og glampa þannig að mjúkt plastið líkist skúlptúr úr eðalmálmi. Fegurðin sem leynist í þessu ómerkilega pökkunarefni eða rusli kemur á óvart um leið og myndefnið leiðir hugann að plastmengun í hafinu og því böli sem henni fylgir. Það liggur mikil undirbúningsvinna á bak við umrædda ljósmyndaröð sem má líkja við leit náttúruljósmyndara að sjaldgæfri lífveru sem hann vill afhjúpa um leið og hann dregur fram fegurðina sem blasir oft við okkur ef við höfum augun opin.

 

There is something charming and refined, and also mystical, about Hrafnkell Sigurðsson’s photo series Revelation. At first glance it is not entirely clear what the photograph shows, but on closer scrutiny we see that it is bubble-wrap floating in water. The water surface is not visible, and the greenish background darkens towards the bottom of the picture, indicating depth. The plastic is caught in vertical rays of natural light that bring out shadow and highlights, so that the soft plastic resembles a sculpture in precious metal. The beauty that lies within this insignificant packing material, or refuse, takes us by surprise. At the same time, the subject of the image leads us to think about plastic pollution of the seas, and the problems it causes. The photo series involved extensive preparation, resembling a nature photographer’s search for a rare organism they wish to reveal, while also bringing out the beauty which can often be seen if we keep our eyes open.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.