LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiTónsproti
Ártal1870-1915

LandÍsland

Hlutinn gerðiHelgi Helgason
GefandiBirna Eybjörg Gunnarsdóttir 1948-2024, Embla Sigurgeirsdóttir 1978-, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir 1968-, Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir 1973-, Steingrímur Sigurgeirsson 1966-
NotandiHelgi Helgason 1848-1922

Nánari upplýsingar

Númer2022-91-3
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð36 x 2,5 x 2,5 cm
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Tónsproti smíðaður af Helga Helgasyni (f. 1848, d. 1922), tónskáldi og trésmiði. Tónsprotinn er í góðu ásigkomulagi.     

Þess var minnst þann 14. desember 2022 að 100 ár væru liðin frá andláti Helga Helgasonar. Á þeim degi afhentu afkomendur hans Þjóðminjasafni Íslands þrjá gripi úr hans eigu til varðveislu: tónsprota, kornett Þjms. 2022-91-1 og nótnaklemmu Þjms. 2022-91-2

 

 

Upplýsingar frá gefendum:

 

Tónsprotann smíðaði Helgi sjálfur og notaði, en hann var trésmiður að mennt og starfaði lengi við þá iðn. Helgi og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (f. 1848, d. 1943) eignuðust sjö börn og erfði yngsta barn þeirra, Helga G. Helgadóttir tónsprotann, kornettið og nótnaklemmuna eftir hans dag. Gripirnir gengu síðan til dóttur Helgu, Sigríðar Einarsdóttir. 

 

Helgi var brautryðjandi í lúðrablæstri hér á landi. Við konungskomuna árið 1874 heyrði hann lúðrasveit konungs leika í Reykjavík og á Þingvöllum og við það vaknaði hjá honum löngun til að stofna lúðrasveit á Íslandi. Hann hélt því til Kaupmannahafnar árið eftir í tónlistarnám.

Þegar hann sneri heim hafði hann hljóðfæri meðferðis til að stofna hornaflokk. Þar á meðal var kornettið sem hann blés sjálfur í og var í hans eigu alla tíð. Hann stofnaði Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur, 26. mars 1876, sem í dag er Lúðrasveit Reykjavíkur. Það var fyrsta félagið í þessa veru hér á landi.

Helgi samdi mörg þekkt lög, þ. á m. Öxar við ána sem mun vera hans þekktasta lag. Hann samdi einnig sorgarmarsinn sem leikinn var við útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans árið 1880, var það fyrsta íslenska tónverkið sem samið var fyrir hljóðfæraflokk. (sjá heimildir hér að neðan).

 

 

Í safneign Þjóðminjasafns Íslands eru varðveittar ljósmyndir af Helga Helgasyni sjá m.a. Mms-2911.


 

Á ljósmynd Mms-3875 má sjá Helga ásamt Lúðraþeytarafélagi Reykjavíkur. Á ljósmyndinni situr Helgi með kornettið í fremri röð fyrir miðju.


Heimildir

Útför Jóns Sigurðssonar og konu hans. 1880, 21. maí. Þjóðólfur, bls. 54.

 

Una Margrét Jónsdóttir. 2022. Raddir heyri´eg ótal óma. Ríkisútvarpið, Reykjavík. 15. september.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana