Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiLíkan, eftirlíking, skráð e. hlutv.
TitillÞorlákshöfn 1916
Ártal1990-1991

StaðurÞorlákshöfn
ByggðaheitiÖlfus
Sveitarfélag 1950Ölfushreppur
Núv. sveitarfélagÖlfus
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGunnar Markússon, Ágústa Gunnarsdóttir
GefandiGunnar Markússon 1918-1997

Nánari upplýsingar

NúmerBÖ-61
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Ölfuss
Stærð130 x 90 cm
EfniPappi, Viður

Lýsing

Líkan af stærðinni 90x130 sm í mælikvarða 1:500.  Þorlákshöfn árið 1916. Gunnar Markússon, skólastjóri, bókavörður og stofnandi Byggðasafns Ölfuss, gerði líkanið en dóttir hans Ágústa Gunnarsdóttir málaði það.  Landslagið er gert samkvæmt mælingum Zóphaníasar Pálssonar frá 1934 (áður en nokkur jarðýta kom þangað).  Tveggjatasíuhúsið, verslunarhúsið og bæjarburstirnar tvær sem að þeim snúa (Sk. Helgas. Saga Þorlákshafnar I md.) eru sett niður skv. mælingum Zóphaníasar.  Aðrar byggingar með hliðsjón af uppdrætti sem Ingólfur Einarsson gerði að frumkvæði Eiríks Einarssonar (f. 22. 10. 1898), og minni nokkurra manna sem verið höfðu í Þorlákshöfn á þeim tíma.  Túnið og margt fleira sett í samráði við Sigurð Þorleifsson (150911-3119). Safngripur frá Byggðasafni Ölfuss. Byggðasafn Árnesinga tók við safnmunum þess til varðveislu árið 2019.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.