Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiVatnslitamynd
MyndefniGata, Hús, Kaupstaður
TitillLambertsenshús við Austurstæti 1845
Ártal1885-1942

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiJón Helgason
GefandiBorgarsjóður Reykjavíkur

Nánari upplýsingar

NúmerÁBS-2911
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð62 x 51,5 x 2,3 cm
EfniGler, Pappír, Vatnslitur, Viður
TækniTækni,Málun

Lýsing

Mynd eftir Jón Helgason: Lambertsenhús, Skraddarahúsi, við Austurstræti 1845. Vatnslitir og túss, undir gleri í silfurlitum viðarramma.
Stærð: 15,7 x 22,6 sm. Stærð með ramma: 62 x 51,5 x 2,3 sm.

Myndefni: Lambertsenhús, Skraddarahúsið, við Austurstræti 1845. 

Ferill, saga: Reykjavíkurborg eignaðist rúmlega hundrað Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar árið 1945. Myndasafnið má telja upphafið að minjasafni Reykjavíkur og eru ómetanlegar heimildir um sögu borgarinnar. 

Æviágrip: Jón Helgason biskup var fæddur 21. júní 1866 að Görðum á Álftanesi. Tveggja ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, þeim Helga Hálfdánarsyni prestaskólakennara og Þórhildi Tómasdóttur.  Að loknu stúdentsprófi 1866 sigldi hann til Kaupmannahafnar til guðfræðináms.  Meðfram náminu fylgdi hann ráðleggingum föður síns og kynnti sér fagrar bókmenntir.  Jafnframt segir Jón í ævisögu sinni: "En svo var annað, sem ég var sérstaklega hneigður fyrir og hafði verið það frá æsku, sem ég nú varði mörgum tómstundum til að iðka, en það var dráttlist.  Mjög snemma Hafnarveru minnar hafði ég tekið að venja komur mínar á myndasöfn borgarinnar ...  Þetta varð aftur til þess, að hjá mér vaknaði löngun til þess að fá tilsögn í dráttlist hjá góðum kennara og þar kom, að ég keypti mér tilsögn hjá norskum málara ... Louis Moe að nafni. ...  Er mér óhætt að segja, að ég hefi aldrei iðrast þeirrar tafar frá lestrinum, sem af þessu leiddi, því að þótt mig aldrei hafi dreymt neina listamannsdrauma, þá hefir þetta dráttlistar-sýsl mitt búið mér fjölda ánægjustunda á ævinni, þótt aldrei yrði úr því annað en hjáverka-sýsl viðvanings.’’ Árin líða, Jón lýkur námi og flytur til Íslands.  Gerðist hann fyrst kennari í prestaskólanum en var síðan kosinn biskup árið 1917. Meðfram störfum sínum gaf hann sér iðulega tíma til að teikna og mála.  Hann dregur upp nákvæmar myndir af Reykjavík og kirkjum landsins.  Lítið hefur verið skrifað um myndir Jóns Helgasonar og kannski hefur fólk hneigst til að líta á þær sem sagnfræðilegar heimildir fyrst og fremst. Jón Helgason lést í Reykjavík árið 1942 eftir langt og farsælt ævistarf. 

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.