Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HlutverkÍbúðarhús
TegundHeimild
Ártal1902-1967

StaðurReykjavík/
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer181285-817
AðalskráFornleifar
UndirskráAlmenn fornleifaskrá
Lengd/Breidd20 x 8 m
SérheitiLækjargata 12a og b


Staðhættir

 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, ÁBS 10 732, Skarphéðinn Haraldsson. 1965.

 

"Árið 1902 byrjaði Jón Guðmundsson trésmiður að byggja timburhús á horni Lækjargötu og Vonastrætis, (þar sem er nýbyggt hótel). Lóðina hafði Jón keypt úr lóð Waageshúss og fylgdu henni þá tvö geymsluhús, sennilega útihúsin sem tilheyrt höfðu Waageshúsi. Þessi hús hafa verið rifin áður en Jón hóf að byggja á lóðinni. Í byrjun fékkst leyfi fyrir einu húsi en fljótlega var ákveðið að byggja tvö sambyggð hús og fengu þau númerin Lækjargata 12a og 12b. Í maí 1902 voru húsin fullbyggð. Þetta voru tvílyft, bárujárnsklædd sveitserhús af einfaldri gerð. Þau voru eins byggð á allan hátt og litu út sem eitt hús en á milli þeirra var eldvarnarveggur. Í hvoru húsi voru tvær íbúðir. Húsið númer 12a, sem stóð norðar á lóðinni, seldi Jón nýbyggt og urðu á því tíð eigendaskipti á næstu árum. Á baklóðinni vestanvert við þetta hús var byggt geymslu- og smíðahús úr bindingi en það var rifið árið1910 af þáverandi eiganda, Hjálmtý Sigurðssyni kaupmanni, sem byggði þar nýtt, tvílyft geymsluhús úr steinsteypu. Húsið númer 12b, sunnar á lóðinni, hafði Sigurjón Sigurðsson trésmiður keypt af Jóni á meðan það var enn í byggingu. Það hús var að sögn fyrsta íbúðarhúsið í borginni sem vatn var leitt í, en það var gert strax árið 1902 þegar lögð var vatnsleiðsla úr Skálholtslind í nokkur hús við Lækjargötu."[1]



[1] Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný gerður Gunnarsdóttir: Húsakönnun, Vonarstræti – Templarasund – kirkjutorg -Skólabrú – Lækjargata bls. 17-18.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.