Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHandtaska, + hlutv., Kventaska, Taska, óþ. notkun
Ártal1950

StaðurByggðavegur 96/
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarbær
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiEinhildur Sveinsdóttir 1912-2008
NotandiEinhildur Sveinsdóttir 1912-2008

Nánari upplýsingar

Númer2005-47
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
Stærð40 x 33 x 7 cm
EfniPlast, Textíll, Viður

Lýsing

Hvít handtaska, fléttuð úr plasti. Við opið eru viðarpinnar með kúlum á endum. 

Einhildur er fædd á Eyvindará á Fljótsdalshéraði 6.8.1912. Hún gekk í Húsmæðraskóla í Reykjavík og flutti árið 1939 til Akureyrar. Hún starfaði fyrst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sem aðstoðarráðskona og síðan ráðskona. Hún rak um tíma mötuneyti fyrir menntaskólanema í Möðruvallastræti 7 en hætti með það 1950. Hún keypti verslun, útibú frá Hafnarbúðinni á horni Byggðavegar og Hamarstígs um 1954/55 (Garðshorn) og skírði hana Drangey. Hún rak hana síðast í Brekkugötu og þá með minjagripum og slíkt. Verslaði síðan heima í Byggðavegi með hannyrðavörur en rak verslun undir nafninu Drangey til 1983-84. Eiginmaður hennar var Marteinn Sigurðsson, sýsluskrifari hjá sýslumanni og safnvörður í Sigurhæðum (formaður Matthíasarfélagsins). Giftu sig 1950. Einhildur Bjó lengst af í Byggðavegi 96 en flutti á Kjarnalund 2004.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.