Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiTútta, skráð e. hlutv.
Ártal1910

StaðurReykjadalur
ByggðaheitiYtrihreppur
Sveitarfélag 1950Hrunamannahreppur
Núv. sveitarfélagHrunamannahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiEinar Jónsson

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-2518
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð4,7 x 1,7 x 0,6 cm
EfniBein

Lýsing

Dúsa. Beintútta sem Einar Jónsson bóndi í Reykjadal Hrunamannahreppi smíðaði úr beini. Gat er í gegnum túttuna endilanga, svo var gúmmíslanga sett á endann sem lá í flösku í gegnum korktappa. Beintúttan ber þess merki að hafa verið mikið notuð því tannför eru mörg á henni. 

Einar Jónsson (1877-1974) og kona hans Pálína Jónsdóttir (1874-1974) voru bændur í Reykjadal frá 1906 til 1944.

Jóhanna dóttir þeirra notaði beintúttuna fyrst og flest systkini hennar síðan. Yngsta barnið, Auður, var eitt sinn búin að gleypa túttuna og tókst með naumindum að slá hana upp úr kokinu. Síðan týndist túttan, en fannst aftur þegar gamli bærinn var rifinn um 1940.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.