LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÁraskip
Ártal1915

ByggðaheitiEyrarbakki
Sveitarfélag 1950Eyrarbakkahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSteinn Guðmundsson
GefandiSigurður Guðjónsson 1903-1987
NotandiPáll Grímsson 1869-1928

Nánari upplýsingar

NúmerSE/1984-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð1200 x 250 cm
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði,Bátasmíði
FinnandiSigurður Guðjónsson

Lýsing

Skipið er stokkbyggt með lagi sem kennt er við smiðinn og nefnt Steinslag. Skipið er langt tréskip með tólf árum, og fjórum seglum. Skipið er tjargað svart. Skipið er tólfæringur eða tólfróinn teinæringur. Burðargetan er 10 tonn, eða þúsund fiskar. Áraskipið Farsæll var smíðaður fyrir Pál Grímsson þá búandi í Nesi í Selvogi, annálaðan formann í Þorlákshöfn. Farsæll var síðasta áraskipið sem gert var út í Þorlákshöfn. Það var á vertíðinni 1929 undir formennsku Kristins Vigfússonar trésmíðameistara. Eftir það var sett í það vél og það gert út í tvær vertíðar í Þorlákshöfn, undir formennsku Halldórs Magnússonar frá Hrauni í Ölfusi. Árin 1934-1935 var skipið notað á Eyrarbakka sem farþegaskip í einn og einn róður, undir formennsku Sigurðar A. Sveinssonar og Jóns Jakobssonar.
Árið 1939 var Farsæll keyptur til væntanlegs Sjóminjasafns Íslands. Gert var við skipið 1940, en síðan beið það örlaga sinna þar sem það stóð úti. Um það er best að vitna í Guðna Jónsson, sem segir svo í  Stokkseyrarsögu. "Það stóð í mörg ár úti á Eyrarbakka og horfði til að verða þar eyðileggingunni að bráð, enda þótt það ætti að heita í umsjá opinberra aðila. Fyrir framtakssemi Sigurðar Guðjónssonar skipstjóra á Litlu-Háeyri var skipinu loks bjargað frá að grotna alveg niður. Hann tók það í sína vörslu og reisti skýli yfir það." Sigurður  gekkst fyrir viðgerð á skipinu uppúr 1960 og annaðist Jóhannes Sigurjónsson frá Stéttum hana. Þjóðminjasafn Íslands er talinn eigandi skipsins, en Sigurður Guðjónsson byggði síðan yfir það sérstakt hús árið 1970 með vitund og vilja yfirvalda. Báturinn er sýndur í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, og er forsendan fyrir að safnhúsið var byggt.


Heimildir

Bréfasafn Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka: Inga Lára Baldvinsdóttir 30.9.1995 til Sjóminjasafns Íslands.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.