LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiJólatré
Ártal1923-1944

StaðurMiðengi
ByggðaheitiGrímsnes
Sveitarfélag 1950Grímsneshreppur
Núv. sveitarfélagGrímsnes- og Grafningshreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiBenedikt Einarsson
GefandiHelga Benediktsdóttir 1915-2003

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-3028
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð40 x 87 cm
EfniViður
TækniTrésmíði

Lýsing

Númer 3028 jólatré úr spýtum. Smíðað af Benedikt Einarssyni bónda í Miðengi. Grænmálað, hæð 89,0 sm, þvermál súlu 1,5 sm, lengd greina 34,0-40,0 sm, ummerki eftir niðurbrennd kerti á greinaendum. 3028 A: Gerfijólatré af algengri gerð, væntanlega keypt um 1960, undirstaða á glitpappír. Hæð ca. 77,0 sm. Frá Miðengi í Grímsnesi, afhent Byggðasafni Árnesinga í kjölfar jarðskjálfta sumarið 2000 þegar íbúðarhús frá 1943 stórskemmdist. Ábúendur 1923-1946 Benedikt Einarsson og Halldóra Guðmundsdóttir. 1944- 1996 Kristinn Guðmundsson og Helga Benediktsdóttir. 1980-1999 Valgerður Kristinsdóttir og Gústav Adolf Guðnason, börn þeirra síðan. 
Að sögn Valgerðar Kristinsdóttur var jólatréð skreytt með eini og greni fyrir jólin. Á tréð voru einnig settir klemmukertastjakar. Leitað var að greni og einivið með viðhöfn skömmu fyrir jólin og þau fest á tréð með vír. (VK við LP 12.12.2006.)

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2010 sem hér segir: Fornleifar 996, munir 6055, myndir í mannamyndaskrá 2771 og myndir í þjóðlífsmyndaskrá 3141.

 

Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp. Eftir er að yfirfara öll innfærð gögn en fullyrða má að villur séu fáar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.