Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1971

Nánari upplýsingar

Númer2022-1-711
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið28.11.2023

Kafli 1 af 6 - Lýsing á mataræði

Lýstu mataræði þínu í daglegu lífi. Taktu fram ef þú skilgreinir mataræði þitt á ákveðinn hátt, og hvað felst í þeirri skilgreiningu.

ég borða fjölbreytt fæði, borða mikið brauð og kaffi yfir daginn. Oftast heitan mat í hádegi og kvöld. Fisk og grænmeti oftast en líka pastarétti og salöt og í raun allt annað en mjólkurvörur og svínakjöt.
breytist mikið með árstíðum, á sumrin borða ég mest grænmeti og haustin eru uppskerutími.


Hversu lengi hefur þú aðhyllst þetta mataræði?

mjög lengi



Kafli 2 af 6 - Ástæður og upplifun

Hvað varð til þess að þú snerir þér að þessu mataræði? Hverjar eru helstu ástæðurnar að baki ákvörðuninni og hvers vegna heldurðu þig við það?

Ég hef lesið mér til um næringarfræði og ég finn hvað gerir mér gott


Hvar heyrðirðu fyrst um þetta mataræði? Hvernig átti breytingin sér stað? Skyndilega eða smám saman?

smám saman komst ég að því að ég er með laktósa óþol. en ég hef aðhyllst margskonar mataræði í gegnum tíðina.
Kjötlaust, sykurlaust og allskonar en þetta mataræði hefur verið að þróast með mér með árunum.



Hafa áherslur þínar eða viðhorf eitthvað breyst síðan þú byrjaðir á þessu mataræði? Geturðu gefið dæmi?

Ég borða sífellt meira grænmetisfæði, ég vil borða það sem er gott fyrir mig og jörðina


Hefurðu upplifað einhverjar breytingar á þér sjálfri/sjálfum/sjálfu í kjölfarið á breyttu mataræði? T.d. breytingar á líðan (líkamlegri eða andlegri), bragðskyni, hegðun, áhugamálum eða félagslífi? Ef svo er, geturðu lýst breytingunum eða gefið dæmi?

Mér líður best ef ég fylgi mínu mataræði en ég finn breytingar ef ég dett í sælgæti eða borða rjómapönnukökur eða annað sem mér finnst gott. þá finn ég fyrir óþægindum og þreytu



Kafli 3 af 6 - Mataræðið í daglegu lífi, hindranir og tækifæri

Hvar verslar þú í matinn dags daglega? Hvað ræður því hvaða vörur rata í innkaupakörfuna? (Skiptir t.d. verðlag máli? Uppruni vörunnar? En markaðssetning og auglýsingar? Upplýsingar á pakkningum? Uppröðun í búðinni?)
Hvernig er aðgengi þar sem þú býrð að þeim mat eða hráefnum sem þú þarft til að geta farið eftir þínu mataræði?
Hversu mikinn áhuga hefur þú á mat og matargerð almennt? Er matur mikilvægur í þínu lífi? Hversu miklum tíma eyðir þú í að hugsa um, laga og neyta matar? Finnst þér gaman að prófa nýjar uppskriftir, eða jafnvel finna upp þínar eigin
Hvað einkennir góðan mat? (T.d. hvað varðar bragð, lykt, áferð, útlit eða aðra eiginleika).
Hvað einkennir gæða matvæli þegar kemur að þínu mataræði? Skiptir t.d. máli hvort varan er fersk eða unnin, með viðbættum efnum eða annað slíkt?
Er eitthvað sem þú saknar sérstaklega mikið úr þínu fyrra mataræði? Hvers vegna?
Hversu oft eldarðu mat heima hjá þér? Hvað þarf að vera til staðar í eldhúsinu svo þú getir farið eftir þínu mataræði? (Sérstök áhöld eða tæki, ákveðið mikið pláss eða annað?)
Ferðu oft út að borða? Hvert þá helst? Er auðvelt eða erfitt að panta mat á veitingastöðum sem hentar þínu mataræði?
Hverjar eru helstu hindranir sem þú hefur rekist á í daglegu lífi þegar kemur að mataræði þínu? Hvað myndi gera þér enn auðveldara fyrir að fara eftir þínu mataræði?

Kafli 4 af 6 - Heimili/fjölskylda, hefðir og kynjasjónarmið

Lýstu heimilisaðstæðum þínum. (Hversu margir búa á heimilinu? Eru börn á heimilinu? O.s.frv.). Fara allir á heimilinu eftir sama mataræði og þú? Ef ekki, hvernig hefur það áhrif?
Upplifir þú stuðning eða gagnrýni frá fjölskyldu, vinum eða vinnu/skólafélögum varðandi þitt mataræði? Skiptir það þig máli? Geturðu gefið dæmi?
Skipta matarhefðir þig máli, t.d. við hátíðahöld? Hefur þú þurft að aðlaga hefðir að mataræði þínu? Hvernig þá?
Hvað með veislur og matarboð? Þarftu að gera sérstakar ráðstafanir því tengt? Hvernig viðhorf hefur þú upplifað frá gestgjöfum eða öðrum gestum? Nefndu endilega dæmi.
Hefur þú tekið eftir sérstökum viðhorfum eða öðru tengdu mataræði þínu út frá kyni þínu? Ef svo er væri gagnlegt að fá dæmi.

Kafli 5 af 6 - Upplýsingaöflun og miðlun, sjálfbærni og heilsa

Hvert sækir þú helst upplýsingar, fróðleik, uppskriftir eða innblástur fyrir þitt mataræði? Endilega settu inn tengla á vefsíður eða samfélagsmiðla ef um slíkt er að ræða.
Finnst þér mikilvægt að fræða aðra um þitt mataræði? Hvers vegna og hvernig? / Hvers vegna ekki? Nefndu endilega dæmi.
Hvað felst í þínum huga í sjálfbærni í daglegu lífi?
Hvað felst í þínum huga í heilsusamlegu mataræði? Hvað/hvernig er hollur matur?

Kafli 6 af 6 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að halda áfram að fara eftir þessu mataræði um ókomna tíð?
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Við hvað starfar þú?
Hver er menntun þín?
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana