LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ártal2019-2022

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1988

Nánari upplýsingar

Númer2022-1-712
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið28.11.2023

Kafli 1 af 6 - Lýsing á mataræði

Lýstu mataræði þínu í daglegu lífi. Taktu fram ef þú skilgreinir mataræði þitt á ákveðinn hátt, og hvað felst í þeirri skilgreiningu.

Borða einungis vegan matarræði þar sem áhersla er á að borða sem mest heila fæðu (whole foods). Borða því engar dýraafurðir og borða mikið af ávextum, grænmeti, baunum, allskyns kornmeti (grains), fræ, hnetur, ber.


Hversu lengi hefur þú aðhyllst þetta mataræði?

Um 2 og hálft ár núnaKafli 2 af 6 - Ástæður og upplifun

Hvað varð til þess að þú snerir þér að þessu mataræði? Hverjar eru helstu ástæðurnar að baki ákvörðuninni og hvers vegna heldurðu þig við það?

Veganisminn er betri fyrir umhverfið, dýrin og heilsu okkar sjálfra. Ég gat ekki lengur logið að sjálfum mér að ég "elska dýr" en á sama tíma borga fólki til þess að pynta, misþyrma og myrða dýr bara svo ég geti fengið mér mjólk eða kjöt að borða. Þetta eru ástæðurnar sem koma í veg fyrir að ég neiti dýraafurða þar sem ég horfi ekki á dýraafurðir lengur sem mat heldur sé frekar alla þjáninguna sem liggur þar að baki.


Hvar heyrðirðu fyrst um þetta mataræði? Hvernig átti breytingin sér stað? Skyndilega eða smám saman?

Heyrði örugglega fyrst um veganisma einhversstaðar á netinu fyrir löngu síðan, man ekki nákvæmlega. Hélt alltaf að ég myndi aldrei verða vegan og fannst veganismi skrítinn en það var bara afþví ég skildi ekki út á hvað veganismi gekk og var ekki búinn að kynna mér það, auk þess sem að ég var í svolítilli afneitun hvað varðar að mínar ákvarðanir voru að valda öðrum dýrum þjáningu og vildi ekki gangast í augu við það.

Breytingin átti sér stað nokkuð skyndilega, eignaðist kærustu fyrir 3 árum síðan sem hafði verið grænmetisæta í nokkur ár þannig þar kynntist ég meira af grænmetisfæði (hún borðaði þó fisk og mjólkurvörur). Ég hélt hinsvegar alltaf áfram í þá ranghugmynd að prótín úr plöntum væri óæðra prótíni úr dýrum og hélt því að það væri nauðsynlegt að neita dýraafurða, það breyttist hinsvegar á einni nóttu þegar ég horfði á myndina Game Changers þar sem þessi míta var algjörlega brotin niður. Ég og kærasta mín ákváðum að prófa vegan fæði í einn mánuð og við höfum ekki aftur snúið eftir það.


Hafa áherslur þínar eða viðhorf eitthvað breyst síðan þú byrjaðir á þessu mataræði? Geturðu gefið dæmi?

Já algjörlega, ég hugsa meira um hvaðan maturinn minn er að koma og ég er meðvitaðri um það sem liggur að baki við að framleiða dýraafurðir. Almennt hef ég upplifað meiri samúð með ekki bara dýrum heldur öllum öðrum, veganisminn hefur opnað mjög mikið fyrir mér hugsunarhátt sem var algjörlega lokaður fyrir mér áður og ég skil það vel þegar fólk á erfitt með að hugsa sér að gerast vegan afþví ég var 100% í þeirri stöðu áður. Ég veit hinsvegar að hver sem er getur breyst ef viljinn er fyrir hendi.


Hefurðu upplifað einhverjar breytingar á þér sjálfri/sjálfum/sjálfu í kjölfarið á breyttu mataræði? T.d. breytingar á líðan (líkamlegri eða andlegri), bragðskyni, hegðun, áhugamálum eða félagslífi? Ef svo er, geturðu lýst breytingunum eða gefið dæmi?

Ég var alltaf með mjög mikið af bólum á upphandleggjum og baki en það hvarf alveg eftir að ég hætti að neyta dýraafurða.
Ég finn ekki lengur fyrir svona "food coma" eftir stóra máltíð eins og ég gerði áður, maturinn virðist ekki þyngja manni eins mikið niður.
Ég er farinn að prófa og njóta þess að borða mat sem ég hafði annaðhvort ekki fundist góður áður eða hreinlega hafði aldrei smakkað áður.Kafli 3 af 6 - Mataræðið í daglegu lífi, hindranir og tækifæri

Hvar verslar þú í matinn dags daglega? Hvað ræður því hvaða vörur rata í innkaupakörfuna? (Skiptir t.d. verðlag máli? Uppruni vörunnar? En markaðssetning og auglýsingar? Upplýsingar á pakkningum? Uppröðun í búðinni?)

Versla mest í Krónunni, Bónus, Hagkaup, Veganbúðinni.
Ég og kærastan mín gerum plan fyrir kvöldverði vikunnar, skrifum niður það sem þarf í réttina og það ræður því hvað er verslað inn.
Verðlag skiptir að sjálfsögðu máli en við erum bæði í góðri vinnu með góð laun þannig það skiptir ekki höfuð máli.
Viljum helst kaupa íslenskt ef hægt er.
Við horfum ekkert línulega dagskrá í sjónvarpi þannig auglýsingar á Rúv eða stöð 2 eða öðrum slíkum stöðum hafa ekki áhrif á okkur (þar sem við sjáum ekki þær auglýsingar). Helstu "auglýsingar" sem hafa áhrif á okkur er ef einhver á Vegan Ísland facebook grúppunni póstar um eitthvað geggjað vegan úrval einhversstaðar, þá fer maður stundum og verslar þar til að prófa.
Upplýsingar á pakkningum skipta 100% máli, ef ég sé eitthvað sem er ekki vegan á miðanum þá fer varan ekki í körfuna mína.
Uppröðun í búð skiptir örugglega máli, en ég geri mér ekki grein fyrir því.


Hvernig er aðgengi þar sem þú býrð að þeim mat eða hráefnum sem þú þarft til að geta farið eftir þínu mataræði?

Mjög gott aðgengi, margar búðir í nágrenni sem er hægt að flakka á milli ef hráefnið finnst ekki í einni af þessum búðum.


Hversu mikinn áhuga hefur þú á mat og matargerð almennt? Er matur mikilvægur í þínu lífi? Hversu miklum tíma eyðir þú í að hugsa um, laga og neyta matar? Finnst þér gaman að prófa nýjar uppskriftir, eða jafnvel finna upp þínar eigin

Sækist ekkert sérstaklega í matargerð en finnst samt sem áður mjög notarlegt að elda, ákveðin hugleiðsla og stund með sjálfum sér sem getur verið yndislegt. Ég reyni að eyða sem minnstum tíma að spá í mat eða ákveða hvað ég eða fjölskyldan þurfum að borða, reynum þessvegna að plana matseðil út vikuna.
Við erum mjög dugleg við að prófa nýjar uppskriftir, eldum vanalega eftir uppskrift á hverju kvöldi og reynum að velja alltaf eitthvað nýtt.


Hvað einkennir góðan mat? (T.d. hvað varðar bragð, lykt, áferð, útlit eða aðra eiginleika).

Veit hreinilega ekki hvernig ég ætti að svara þessari spurningu, vel kryddað, hæfilega saltað en ekki of mikið?

Finnst kolvetnaríkur og saðsamur matur æðislegur.


Hvað einkennir gæða matvæli þegar kemur að þínu mataræði? Skiptir t.d. máli hvort varan er fersk eða unnin, með viðbættum efnum eða annað slíkt?

Gæða matvæli eru matvæli sem eru sem minnst unnin og með sem minnst af viðbættum efnum.


Er eitthvað sem þú saknar sérstaklega mikið úr þínu fyrra mataræði? Hvers vegna?

Sum súkkulaði stykki t.d. eins og Þristur. Afhverju? Afþví það er mjög gott á bragðið haha.


Hversu oft eldarðu mat heima hjá þér? Hvað þarf að vera til staðar í eldhúsinu svo þú getir farið eftir þínu mataræði? (Sérstök áhöld eða tæki, ákveðið mikið pláss eða annað?)

7 daga vikunnar, nema okkur sé boðið í mat annarsstaðar.

Það þurfa að vera til staðar eldunaráhöld og matur til að elda?


Ferðu oft út að borða? Hvert þá helst? Er auðvelt eða erfitt að panta mat á veitingastöðum sem hentar þínu mataræði?

Fer ekki oft út að borða, kemur fyrir einstaka sinnum. Þá helst að taka með heim, t.d. borðum við stundum Mandi eða pöntum pizzu á Pizzunni. Flestir veitingastaðir bjóða upp á eitthvað vegan nú til dags þannig það er ekki mikið mál.


Hverjar eru helstu hindranir sem þú hefur rekist á í daglegu lífi þegar kemur að mataræði þínu? Hvað myndi gera þér enn auðveldara fyrir að fara eftir þínu mataræði?

Hreinlega ekkert sem kemur í huga.Kafli 4 af 6 - Heimili/fjölskylda, hefðir og kynjasjónarmið

Lýstu heimilisaðstæðum þínum. (Hversu margir búa á heimilinu? Eru börn á heimilinu? O.s.frv.). Fara allir á heimilinu eftir sama mataræði og þú? Ef ekki, hvernig hefur það áhrif?

Tveir fullorðnir og eitt 20 mánaða barn. Allir á heimilinu eru vegan.


Upplifir þú stuðning eða gagnrýni frá fjölskyldu, vinum eða vinnu/skólafélögum varðandi þitt mataræði? Skiptir það þig máli? Geturðu gefið dæmi?

Upplifi mikinn stuðning, margir af okkar vinum eru vegan. Tengdamamma er vegan, foreldrar mínir eru ekki vegan en þau sýna mjög mikinn stuðning og skilning.


Skipta matarhefðir þig máli, t.d. við hátíðahöld? Hefur þú þurft að aðlaga hefðir að mataræði þínu? Hvernig þá?

Fer eftir því hvað er verið að tala um með matarhefðum. Hefð að borða saman er mikilvæg eins og t.d. á jólunum og það hefur ekkert breyst. Hefð að borða dýr á jólunum er ekki mikilvæg hefð og það hefur breyst.


Hvað með veislur og matarboð? Þarftu að gera sérstakar ráðstafanir því tengt? Hvernig viðhorf hefur þú upplifað frá gestgjöfum eða öðrum gestum? Nefndu endilega dæmi.

Vanalega eldar fólk vegan mat fyrir okkur ef við komum í matarboð, ef við förum í veislur þá gerum við annaðhvort bara ráð fyrir því að fá ekki mikið að borða og borðum því fyrir/eftir eða þá að við spurjum sérstaklega hvort það verði eitthvað í boði fyrir okkur. Ég er ekkert að stressa mig yfir því ef það er ekkert í boði fyrir mig, finnst hinsvegar mikilvægara að barnið mitt fái að borða.


Hefur þú tekið eftir sérstökum viðhorfum eða öðru tengdu mataræði þínu út frá kyni þínu? Ef svo er væri gagnlegt að fá dæmi.

Hef svosem ekki persónulega tekið eftir því að fólk hafi ákveðin viðhorf gagnvart mér en ég veit að almennt séð lítur fólk stundum á vegan karlmenn sem aumingja sem hafa engan vöðvamassa og eru bara allir að verslast upp, finnst þetta persónulega ekki geta verið fjarri sannleikanum.Kafli 5 af 6 - Upplýsingaöflun og miðlun, sjálfbærni og heilsa

Hvert sækir þú helst upplýsingar, fróðleik, uppskriftir eða innblástur fyrir þitt mataræði? Endilega settu inn tengla á vefsíður eða samfélagsmiðla ef um slíkt er að ræða.

himneskt.is
instagram
youtube


Finnst þér mikilvægt að fræða aðra um þitt mataræði? Hvers vegna og hvernig? / Hvers vegna ekki? Nefndu endilega dæmi.

Ef fólk hefur áhuga á að læra um það þá er ég tilbúinn að svara spurningum, er annars ekki að fræða fólk að fyrra bragði afþví það getur bara túlkast svolítið fráhrindandi ef fólk er ekki tilbúið að meðtaka.


Hvað felst í þínum huga í sjálfbærni í daglegu lífi?

Þegar ég hugsa um sjálfbærni þá hugsa ég um að þurfa ekki að neita einhvers útávið og geta lifað af með því t.d. að rækta sinn eigin mat. Á mínu heimili er ekki verið að rækta mat en það má hugsa um þetta í stærra samhengi, sjálfbærni Íslands t.d. og því mikilvægt að versla íslenskar afurðir.


Hvað felst í þínum huga í heilsusamlegu mataræði? Hvað/hvernig er hollur matur?

Í einföldu máli þá er að mínu mati hollur matur plöntumatur sem er sem minnst unninn. Því meira unninn sem maturinn er þá inniheldur hann minna af vítamínum, steinefnum og trefjum og er því óhollari.Kafli 6 af 6 - Að lokum

Sérð þú fyrir þér að halda áfram að fara eftir þessu mataræði um ókomna tíð?

Já 100%


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Nei


Við hvað starfar þú?

Er menntaður tölvunarfræðingur, vinn sem forritari í startup fyrirtæki.


Hver er menntun þín?

Tölvunarfræði úr Háskólanum í Reykjavík


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Nei


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana