131 Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði
Kafli 1 af 6 - Lýsing á mataræði
Lýstu mataræði þínu í daglegu lífi. Taktu fram ef þú skilgreinir mataræði þitt á ákveðinn hátt, og hvað felst í þeirri skilgreiningu.
Ég er grænkeri (e. vegan) - borða mjög mikið af grænmeti, kolvetnum og baunum, stundum tófú. Líka mjög mikið af vegan kjöti, t.d frá Oumph!, Anamma og Taste and glory.
Hversu lengi hefur þú aðhyllst þetta mataræði?
Þetta var hægfara breyting - ég byrjaði á því að taka vegan viku fyrir 8 árum, en setti svo inn kjöt aftur. Tók svo kjöt út fyrir um 6 árum og hætti mjólkurvörum. Borðaði enn egg og fisk. Tók út egg og fisk og hunang (sem var reyndar lítill hluti af mataræði) í kringum 2019. Var ólétt af börnunum mínum 2016 og 2018-19 og borðaði þá mjólkurvörur en hætti þeim þegar þau fæddust.
Kafli 2 af 6 - Ástæður og upplifun
Hvað varð til þess að þú snerir þér að þessu mataræði? Hverjar eru helstu ástæðurnar að baki ákvörðuninni og hvers vegna heldurðu þig við það?
Umhverfismál en fyrst og fremst dýravelferðarsjónarmið og heilsufarslegar ástæður, þ.e. meltingin er töluvert betri á vegan- mataræðinu
Hvar heyrðirðu fyrst um þetta mataræði? Hvernig átti breytingin sér stað? Skyndilega eða smám saman?
Veganúar líklega, ætlaði að taka þátt í Veganúar 2016 en borðaði mikið kjöt þann mánuð (líklega mótþrói) svo ég hætti því snögglega í febrúar og fann að mér leið miklu miklu miklu betur í maganum. Svo eins og ég lýsti þá tók ég dýraafurðir út í skrefum, en tók inn mjólkurvörur á meðgöngu (þar sem ég kreivaði mjólkurvörur þá)
Hafa áherslur þínar eða viðhorf eitthvað breyst síðan þú byrjaðir á þessu mataræði? Geturðu gefið dæmi?
Ég mun bara aldrei á ævinni breyta um mataræði held ég.
Hefurðu upplifað einhverjar breytingar á þér sjálfri/sjálfum/sjálfu í kjölfarið á breyttu mataræði? T.d. breytingar á líðan (líkamlegri eða andlegri), bragðskyni, hegðun, áhugamálum eða félagslífi? Ef svo er, geturðu lýst breytingunum eða gefið dæmi?
Samviskan er betri, meltingin er betri (eftir að maginn aðlagaðist baunum, tófú, miklu grænmeti etc)
Kafli 3 af 6 - Mataræðið í daglegu lífi, hindranir og tækifæri
Hvar verslar þú í matinn dags daglega? Hvað ræður því hvaða vörur rata í innkaupakörfuna? (Skiptir t.d. verðlag máli? Uppruni vörunnar? En markaðssetning og auglýsingar? Upplýsingar á pakkningum? Uppröðun í búðinni?)
Ég versla í Bónus, líka Heimkaup stundum þar sem ég er ekki alltaf með bílinn á heimilinu. Úrval á jurtamjólkurvörum er best í Heimkaup þó svo að vörurnar eru almennt dýrari en ég kaupi svona almennan mat í Bónus, mest grænmeti, næringarger, baunir oþh. ásamt almennum heimilismat
Hvernig er aðgengi þar sem þú býrð að þeim mat eða hráefnum sem þú þarft til að geta farið eftir þínu mataræði?
Aðgengið er fínt, mætti vera betra úrval af vegan kjöti í Bónus og Heimkaup
Hversu mikinn áhuga hefur þú á mat og matargerð almennt? Er matur mikilvægur í þínu lífi? Hversu miklum tíma eyðir þú í að hugsa um, laga og neyta matar? Finnst þér gaman að prófa nýjar uppskriftir, eða jafnvel finna upp þínar eigin
Ég hef mjög mjög mjööööög mikinn áhuga á mat og ætlaði lengi að verða kokkur en ég fór frekar í viðskiptafræði. Ég ver miklum tíma í að hugsa um mat en það hefur samt dregið úr áhuga samhliða barnauppeldinu þar sem börnin mín eru ekki miklir sælkerar (ennþá)
Hvað einkennir góðan mat? (T.d. hvað varðar bragð, lykt, áferð, útlit eða aðra eiginleika).
áferð, sambland af bragðtegundum. Lykt skiptir minna máli finnst mér
Hvað einkennir gæða matvæli þegar kemur að þínu mataræði? Skiptir t.d. máli hvort varan er fersk eða unnin, með viðbættum efnum eða annað slíkt?
Ferskar vörur, ekki mikið unnar (nema þá vegan kjötlíki)
Er eitthvað sem þú saknar sérstaklega mikið úr þínu fyrra mataræði? Hvers vegna?
Neiii í rauninni ekki..
Hversu oft eldarðu mat heima hjá þér? Hvað þarf að vera til staðar í eldhúsinu svo þú getir farið eftir þínu mataræði? (Sérstök áhöld eða tæki, ákveðið mikið pláss eða annað?)
Ég elda mjög oft heima
Ferðu oft út að borða? Hvert þá helst? Er auðvelt eða erfitt að panta mat á veitingastöðum sem hentar þínu mataræði?
Fer sjaldan út að borða, finnst betra að borða það sem ég elda eða maðurinn minn.
Hverjar eru helstu hindranir sem þú hefur rekist á í daglegu lífi þegar kemur að mataræði þínu? Hvað myndi gera þér enn auðveldara fyrir að fara eftir þínu mataræði?
Verðlag á vegan kjötlíki mætti alveg vera lægra... og meira af íslensku grænmeti þar sem mér finnst það langbest á bragðið. Það er eiginlega það versta við veturinn að geta ekki fengið íslenskar papríkur oþh
Kafli 4 af 6 - Heimili/fjölskylda, hefðir og kynjasjónarmið
Lýstu heimilisaðstæðum þínum. (Hversu margir búa á heimilinu? Eru börn á heimilinu? O.s.frv.). Fara allir á heimilinu eftir sama mataræði og þú? Ef ekki, hvernig hefur það áhrif?
Við erum 4, 2 fullorðnir og 2 börn. Dóttir mín (5) er grænmetisæta að mestu og sonur minn og maður borða allt. Við eldum oftast vegan/grænmetismat (þá er ostur td á þeirra mat)
Upplifir þú stuðning eða gagnrýni frá fjölskyldu, vinum eða vinnu/skólafélögum varðandi þitt mataræði? Skiptir það þig máli? Geturðu gefið dæmi?
Stuðningur... en það er alls ekkert lykilatriði. Engin gagnrýni sem ég tek inn á mig.
Skipta matarhefðir þig máli, t.d. við hátíðahöld? Hefur þú þurft að aðlaga hefðir að mataræði þínu? Hvernig þá?
Já. ég geri geggjað portóbelló wellington yfir hátíðirnar
Hvað með veislur og matarboð? Þarftu að gera sérstakar ráðstafanir því tengt? Hvernig viðhorf hefur þú upplifað frá gestgjöfum eða öðrum gestum? Nefndu endilega dæmi.
Ég borða oftast fyrir veislur, það er bara vani.. en af minni reynslu gera gestir langoftast vegan mat fyrir mig (og aðra grænkera)
Hefur þú tekið eftir sérstökum viðhorfum eða öðru tengdu mataræði þínu út frá kyni þínu? Ef svo er væri gagnlegt að fá dæmi.
nei..
Kafli 5 af 6 - Upplýsingaöflun og miðlun, sjálfbærni og heilsa
Hvert sækir þú helst upplýsingar, fróðleik, uppskriftir eða innblástur fyrir þitt mataræði? Endilega settu inn tengla á vefsíður eða samfélagsmiðla ef um slíkt er að ræða.
veganistur, Vegan Ísland á facebook... ýmsar síður á Instagram... :)
Finnst þér mikilvægt að fræða aðra um þitt mataræði? Hvers vegna og hvernig? / Hvers vegna ekki? Nefndu endilega dæmi.
Já mér finnst það mikilvægt því ég trúi því að grænkeramataræði sé best fyrir heilsuna og umhverfið. Ég get engan veginn fundið nein rök sem mæla gegn grænkeramataræði.
Hvað felst í þínum huga í sjálfbærni í daglegu lífi?
Jafnvægi milli þriggja þátta sjálfbærni, efnahagslega, samfélagslega og efnahagslega. Reyna að versla við nærsamfélagið, sóa minna og nýta meira. Gera betur gagnvart jörðinni og reyna stuðla að því að börnin mín og þeirra kynslóð ásamt þeim sem fylgja á eftir munu geta búið við mannsæmandi lífsgæði um ókomna tíð. Það á ekki að skemma framtíð komandi kynslóða að borða kjöt og aðrar dýraafuðir.
Hvað felst í þínum huga í heilsusamlegu mataræði? Hvað/hvernig er hollur matur?
Grænmeti, Ávextir, fjölbreytni, næringarríkar máltíðir, jafnvægi.
Kafli 6 af 6 - Að lokum
Sérð þú fyrir þér að halda áfram að fara eftir þessu mataræði um ókomna tíð?
Já
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Nei
Við hvað starfar þú?
Ég er að klára M.S í stjórnun og stefnumótun
Hver er menntun þín?
B.S í viðskiptafræði og bráðum M.S. í stjórnun og stefnumótun við HÍ
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Nei, bara flott!