131 Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði
Kafli 1 af 6 - Lýsing á mataræði
Lýstu mataræði þínu í daglegu lífi. Taktu fram ef þú skilgreinir mataræði þitt á ákveðinn hátt, og hvað felst í þeirri skilgreiningu.
Ég er grænmetisæta sem fellst í því að borða ekki kjöt.
Hversu lengi hefur þú aðhyllst þetta mataræði?
7 ár
Kafli 2 af 6 - Ástæður og upplifun
Hvað varð til þess að þú snerir þér að þessu mataræði? Hverjar eru helstu ástæðurnar að baki ákvörðuninni og hvers vegna heldurðu þig við það?
Ég horfði á heimildarmyndina Cowspiracy sem fjallar um umhverfisvandamál sem kjötneysla stuðlar að. Síðan kom dýraverndurnarsjónarmiðið. Ég hef ekki lengur áhuga á því að borða kjöt
Hvar heyrðirðu fyrst um þetta mataræði? Hvernig átti breytingin sér stað? Skyndilega eða smám saman?
Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst um þetta mataræði, ætli maður vissi ekki bara af því. Ég hætti alveg að borða kjöt strax
Hafa áherslur þínar eða viðhorf eitthvað breyst síðan þú byrjaðir á þessu mataræði? Geturðu gefið dæmi?
Já ég er mun umhverfisverndunarsinni og dýraverndunarsinni, betri flokkun ofl
Hefurðu upplifað einhverjar breytingar á þér sjálfri/sjálfum/sjálfu í kjölfarið á breyttu mataræði? T.d. breytingar á líðan (líkamlegri eða andlegri), bragðskyni, hegðun, áhugamálum eða félagslífi? Ef svo er, geturðu lýst breytingunum eða gefið dæmi?
Það voru breytingar fyrst, betri andleg líðan.
Kafli 3 af 6 - Mataræðið í daglegu lífi, hindranir og tækifæri
Hvar verslar þú í matinn dags daglega? Hvað ræður því hvaða vörur rata í innkaupakörfuna? (Skiptir t.d. verðlag máli? Uppruni vörunnar? En markaðssetning og auglýsingar? Upplýsingar á pakkningum? Uppröðun í búðinni?)
Ég reyni að fara í Bónus en fer stundum í krónuna eða Hagkaup. Það sem ræður því hvaða vörur rata í innkaupakerruna er hvað mig langar í, verðlag skiptir auðvitað einhverju máli enda "fátækur námsmaður".
Hvernig er aðgengi þar sem þú býrð að þeim mat eða hráefnum sem þú þarft til að geta farið eftir þínu mataræði?
Það er gott, miku betra en fyrir nokkrum árum
Hversu mikinn áhuga hefur þú á mat og matargerð almennt? Er matur mikilvægur í þínu lífi? Hversu miklum tíma eyðir þú í að hugsa um, laga og neyta matar? Finnst þér gaman að prófa nýjar uppskriftir, eða jafnvel finna upp þínar eigin
Ég hef mikinn áhuga á mat og matargerð. Matur er mikilvægur þáttur hjá mér. Það er mismunandi hvað mikill tími fer í matargerð og mér finnst mjög gaman að prófa nýjar uppskriftir,
Hvað einkennir góðan mat? (T.d. hvað varðar bragð, lykt, áferð, útlit eða aðra eiginleika).
Ég er almennt hrifin af öllum mat, nema kjöti auðvitað
Hvað einkennir gæða matvæli þegar kemur að þínu mataræði? Skiptir t.d. máli hvort varan er fersk eða unnin, með viðbættum efnum eða annað slíkt?
Eina sem skiptir mig máli er að það séu engar kjötvörur í honum, og extra plús ef hann er vegan
Er eitthvað sem þú saknar sérstaklega mikið úr þínu fyrra mataræði? Hvers vegna?
Nei
Hversu oft eldarðu mat heima hjá þér? Hvað þarf að vera til staðar í eldhúsinu svo þú getir farið eftir þínu mataræði? (Sérstök áhöld eða tæki, ákveðið mikið pláss eða annað?)
Elda oft heima nema þegar ég er á kvöldvakt. Nei það þarf ekki að vera neitt sérstakt, maður reddar sér bara.
Ferðu oft út að borða? Hvert þá helst? Er auðvelt eða erfitt að panta mat á veitingastöðum sem hentar þínu mataræði?
Bara við eitthvað tilefni og mjög mismunandi hvert. Það er nú á dögum auðvelt að panta grænmetismat.
Hverjar eru helstu hindranir sem þú hefur rekist á í daglegu lífi þegar kemur að mataræði þínu? Hvað myndi gera þér enn auðveldara fyrir að fara eftir þínu mataræði?
Nei engar áberandi hindranir
Kafli 4 af 6 - Heimili/fjölskylda, hefðir og kynjasjónarmið
Lýstu heimilisaðstæðum þínum. (Hversu margir búa á heimilinu? Eru börn á heimilinu? O.s.frv.). Fara allir á heimilinu eftir sama mataræði og þú? Ef ekki, hvernig hefur það áhrif?
Við erum 2, ég og sambýlismaðurinn minn og svo tvær kisur. Engin börn. Kærasti minn borðar kjöt en við eldum grænmetismat á þessu heimili, þegar ég er ekki heima fær hann sér kjöt og svona
Upplifir þú stuðning eða gagnrýni frá fjölskyldu, vinum eða vinnu/skólafélögum varðandi þitt mataræði? Skiptir það þig máli? Geturðu gefið dæmi?
Fyrst var frekar mikill gagnrýni frá fjölskyldu en núna eru þau hætt því. Vinir eru á sama matarræði og ég. Nei það skiptir mig ekki miklu máli, ég borða það sem ég vil
Skipta matarhefðir þig máli, t.d. við hátíðahöld? Hefur þú þurft að aðlaga hefðir að mataræði þínu? Hvernig þá?
Nei skipta mig ekki miklu máli
Hvað með veislur og matarboð? Þarftu að gera sérstakar ráðstafanir því tengt? Hvernig viðhorf hefur þú upplifað frá gestgjöfum eða öðrum gestum? Nefndu endilega dæmi.
Ég borða það sem er í boði og ef það er kjöt þá borða ég bara meðlæti.
Hefur þú tekið eftir sérstökum viðhorfum eða öðru tengdu mataræði þínu út frá kyni þínu? Ef svo er væri gagnlegt að fá dæmi.
Nei
Kafli 5 af 6 - Upplýsingaöflun og miðlun, sjálfbærni og heilsa
Hvert sækir þú helst upplýsingar, fróðleik, uppskriftir eða innblástur fyrir þitt mataræði? Endilega settu inn tengla á vefsíður eða samfélagsmiðla ef um slíkt er að ræða.
https://www.veganistur.is/
Finnst þér mikilvægt að fræða aðra um þitt mataræði? Hvers vegna og hvernig? / Hvers vegna ekki? Nefndu endilega dæmi.
Já mér finnst að allir ættu að borða helst veganfæði þar sem kjötneysla mun eyðileggja jörðina okkar.
Hvað felst í þínum huga í sjálfbærni í daglegu lífi?
Fara vel með jörðina
Hvað felst í þínum huga í heilsusamlegu mataræði? Hvað/hvernig er hollur matur?
Næringarríkur matur
Kafli 6 af 6 - Að lokum
Sérð þú fyrir þér að halda áfram að fara eftir þessu mataræði um ókomna tíð?
Ég held fleiri munu taka hana upp
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Nei
Við hvað starfar þú?
NPA
Hver er menntun þín?
Klára BA í mannfræði
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Nei