137 Hernaðarandstaða - Innan girðingar og utan
Kafli 1 af 5 - Afstaða til varnarliðsins
Hver er afstaða þín til veru varnarliðsins á Miðnesheiði? Hvers vegna?
Hún sveiflaðist dálítið til. Fannst þetta ekki nógu gott en samþykkti ákveðin sjónarmið sem studdu dvölina. En hún var samt óæskileg almennt séð.
Tengist þín afstaða til varnarliðsins öðrum pólitískum skoðunum þínum? Ef svo er, hvernig?
Nei, í raun og veru ekki. Fremur andúð á hernaðarbrölti. Þó ákveðin raunsæi í því þar sem manneskjurnar eru oft til vandræða og útkljá mál sín oft með skelfilegum aðferðum eins og stríðsátökum.
Tilheyrir þú eða hefur tilheyrt einhverjum samtökum tengdum veru varnarliðsins?
Nei.
Kafli 2 af 5 - Mótmæli
Kannast þú við að veru varnarliðsins hafi verið mótmælt? Ef svo er, hver var hvatinn að baki mótmælunum? Breyttist það með tímanum?
Já, Keflavíkurgöngur. Tók einu sinni þátt í slíkri göngu, veður fagurt og stemmning í hópnum. Gekk reyndar litinn spöl.
Hvernig lýstu mótmælin sér, ef einhver voru? Voru mótmælin að þínu mati nauðsynleg?
Plaggöt og söngur, hróp og stundum æsingur. Já, mótmæli eru ákveðin leið til að sýna hug sinn og sérstaklega fyrir ungt fólk.
Tókst þú einhvern tímann þátt í mótmælum?
Já. Ýmis mótmæli, gegn stríðsreksri í Víetnam, gegn innrás í Tékkóslóvakíu.
Hver er afstaða þín til mótmælanna? Hefur hún breyst gegnum árin? Ef svo er, hvers vegna?
Nei. Hún er nauðsynleg. Veitir líka aðhald.
Finnst þér að mótmælin hafi breytt einhverju?
Erfitt að segja til um það. Herinn fór til dæmis þegar honum þóknaðist að fara.
Kafli 3 af 5 - Keflavíkurgöngur
Tókst þú einhvern tímann þátt í Keflavíkurgöngu? Ef svo er, hvenær var það og hverjar voru ástæðurnar?
Já. Einu sinni. Man nú ekki árið og ástæðan var góð stemmning og gott veður.
Hvernig var stemningin kringum Keflavíkurgöngurnar?
Góð í kringum þessa sem ég fór í.
Kafli 4 af 5 - Menningaráhrif
Þekkir þú ljóð, sönglög eða sögur sem samdar voru til stuðnings hernaðarandstöðunni? Ef svo er, getur þú nefnt dæmi?
Ísland úr Nató, herinn burt, látum svo kröfuna hljóma um landið allt - eitthvað í þessum dúr.
Fallinn er Óli fígúra (úr Atómstöðinni)
Kafli 5 af 5 - Að lokum
Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?
Árin svona 1972- 1995.
Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?
Nei.
Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?
Nei.