Leita



Vinsamlega sýnið biðlund

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Óþekkt / 0

Nánari upplýsingar

Númer2023-3-2
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
SentMóttekið9.1.2024

Kafli 1 af 5 - Afstaða til varnarliðsins

Hver er afstaða þín til veru varnarliðsins á Miðnesheiði? Hvers vegna?

Var andvígur veru hersins af grundvallarástæðum. Sjálfstæð þjóð á ekki að hafa útlendan her á landi sínu. Þrátt fyrir að viðurkenna megi nauðsyn þess á hluta þess tímabils sem um ræðir þá breytir það engu um andstöðu mína.


Tengist þín afstaða til varnarliðsins öðrum pólitískum skoðunum þínum? Ef svo er, hvernig?

Nei.


Tilheyrir þú eða hefur tilheyrt einhverjum samtökum tengdum veru varnarliðsins?

Nei.



Kafli 2 af 5 - Mótmæli

Kannast þú við að veru varnarliðsins hafi verið mótmælt? Ef svo er, hver var hvatinn að baki mótmælunum? Breyttist það með tímanum?

Já. Hvatinn var þjóðernislegur hjá langflestum. Til voru sovétvinir sem vildu gera Bandaríkjunum og fylgiríkjum þeirra sem flest til miska. Held að þetta hafi ekki breyst nema hvað sovétvinum fækkaði.


Hvernig lýstu mótmælin sér, ef einhver voru? Voru mótmælin að þínu mati nauðsynleg?

Kröfugöngur og ræður fluttar af eldmóði. Þessi mótmæli, eins og öll andstaða við herinn, urðu til þess að langt um fleiri héldu vöku sinni og gerðu sér grein fyrir að útlendur her átti ekki að vera eðlilegt ástand hér á landi.


Tókst þú einhvern tímann þátt í mótmælum?

Nei.


Hver er afstaða þín til mótmælanna? Hefur hún breyst gegnum árin? Ef svo er, hvers vegna?

Sjá hér að ofan.


Finnst þér að mótmælin hafi breytt einhverju?

Sjá hér að ofan.



Kafli 3 af 5 - Keflavíkurgöngur

Tókst þú einhvern tímann þátt í Keflavíkurgöngu? Ef svo er, hvenær var það og hverjar voru ástæðurnar?

Nei.


Hvernig var stemningin kringum Keflavíkurgöngurnar?

Virtist mjög lífleg. Þrungin eldmóði þegar best lét.



Kafli 4 af 5 - Menningaráhrif

Þekkir þú ljóð, sönglög eða sögur sem samdar voru til stuðnings hernaðarandstöðunni? Ef svo er, getur þú nefnt dæmi?

Allt frá stríðsárunum og fram á níunda áratuginn voru íslenskar bókmenntir mjög uppteknar af hernum og meintum áhrifum hans sem voru nú ekki eins mikil á menninguna og sumir vildu halda fram. Ég þekki mýmörg dæmi um þetta, bæði sögur og ljóð. Hlýddi nú nýlega á Elías Mar lesa Sóleyjarsögu. Svo má ekki gleyma því að framan af vottaði fyrir rasisma gagnvart svörtum Bandaríkjamönnum og tónlistarmenningu þeirra. Þetta hvarf nú sem betur fer með tímanum. Sjá má þó vott um það í bókum og endurminningum frá fyrstu árum hersetunnar.



Kafli 5 af 5 - Að lokum

Við hvaða tímabil miðast svörin þín hér að framan?

Eftir 1960.


Er eitthvað sem þú vilt bæta við sem hefur ekki komið fram nú þegar?

Nei.


Hefur þú einhverjar athugasemdir við þessa spurningaskrá?

Þarft framtak.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana