LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiÚtvarp
Ártal1932-1950

StaðurEiríksbakki
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiMarconi-Telefunken
GefandiHulda Guðjónsdóttir 1917-1995
NotandiHulda Guðjónsdóttir 1917-1995

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ-2267
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð38 x 25 x 43 cm
EfniJárn, Kopar, Viður

Lýsing

Elsta gerðin af útvörpum úr tré, hátalara og bakhlið vantar. Þetta er Marconi-Telefunken 248 (marconiphone) smíðað í Bretlandi árið 1932. Tveggja lampa fyrir rafhlöður sem fylgdu með. Sennilega fyrsta útvarpið sem kom að Eiríksbakka í Biskupstungum. Á tækinu sést að það hefur komið undir hendur viðgerðarstofu útvarpsins árið 1941.
Hildur Hákonardóttir og Lýður Pálsson safnverðir Byggðasafns Árnesinga fengu að kíkja upp á háaloft í gamla húsinu á Eiríksbakka hjá Huldu Guðjónsdóttur í október 1992, hirtu þar ýmsa gamla muni og þar á meðal þetta útvarp.
Eitt sinn spurði Guðmundur Daníelsson rithöfundur fjörgamla móður sína hvað hefði verið mesta byltingin í lífsháttum á fyrrihluta 20. aldar. Jú svarið var þetta: Það voru gúmmístígvélin, það var að geta lagt mjólk í mjólkurbúið og það var þegar útvarpið kom á heimilið. Með útvarpinu opnaðist nýr heimur.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.