Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiDragkista, Hirsla, húsmunur, Kommóða

StaðurSyðri-Húsabakki
ByggðaheitiGlaumbæjareyjar
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGuðjón Gunnlaugsson
GefandiLilja Jónsdóttir 1924-2007
NotandiSteinunn Jónsdóttir

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5383/2023-11
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð40 x 24,5 x 49,2 cm
EfniMálning/Litur, Viður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Lítil dragkista, með þremur skúffum. Hæð 49,2 cm, breidd, að lista meðtöldum er um 40 cm, en 38 cm að lista frátöldum. Dýpt er um 24,5 cm með lista, en dýpt annars 23 cm.

Í efstu skúffunni er lykill, henni er hægt að læsa, en á neðri tveimur skúffunum eru málmhringir fyrir höldur og ekki hægt að læsa. Efst á dragkistunni er listi, sem og neðst og stendur hún á fallega mynstraðri brík. Dragkistan er brúnmáluð, sýnilega gömul og málningin hefur afmáðst hér og þar, sérstaklega á álagspunktum, við brúnir og á efri og neðri listum. Einnig eru skellur í málningunni efst, á plötunni. Neðri skúffurnar tvær eru klæddar lituðum pappír í botninn. Dragkistan er aðeins völt, lítillega hefur brotnað úr fæti, hægra megin að aftan.

Smíðuð af Guðjóni Gunnlaugssyni (1862-1945) frá Vatnskoti í Hegranesi.

Gefandi er Lilja Jónsdóttir frá Syðri-Húsabakka.

MKR 530: „Kommóða: Brún að lit, stærð 50 cm, breidd 42 cm, dýpt 25 cm. Smíðuð af Guðjóni Gunnlaugssyni (1862-1945) frá Vatnskoti í Hegranesi, fyrir Steinunni Jónsdóttur (? - ?) frá Beinhöll (Beinhallar-Steinka). Steinunn gaf síðan Guðbjörgu Hjartardóttur (?-?) frá Marbæli kommóðuna, en þegar Guðbjörg dó gaf faðir hennar, Hjörtur Benediktsson (1883-1982) frá Marbæli, Lilju Jónsdóttur frá Syðri-Húsabakka hana.

Frá: Lilju Jónsdóttur frá Syðri-Húsabakka.“

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.