Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, skráð e. hlutv., Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Koffort, + hlutv., Trésmíði
Ártal1870-1900

StaðurSyðri-Húsabakki
ByggðaheitiGlaumbæjareyjar
Sveitarfélag 1950Seyluhreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigurður Jónsson
GefandiSigurður Árni Jónsson 1921-2012

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5384/2023-12
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð68,5 x 32,7 x 41 cm
EfniTré, Viður
TækniTækni,Tréskurður

Lýsing

Koffort, kista með flötu loki. Koffortið er 68,5 cm á breidd (mælt af loki), 32,7 cm á dýpt (mælt af loki) og 41 cm á hæð.

Koffortið er geirneglt, með járnhöldum á göflum og járnlæsingu að framan. Lykill fylgir ekki. Lokið er djúpt og með hirslu að innanverðu. Framan á lokinu er lítil halda til að opna það. Innan í lokinu eru 5 hálfopin hólf, þar af tvö með fallega söguðum fjölum (2 fjalir í hvoru hólfi), einnig er lítið lokanlegt hólf fyrir miðju. Í kistunni er handraði og fyrir neðan hann er skúffa með járnhöldu.

 

Koffortið hefur verið ómálað á einhverjum tímapunkti, en síðar málað gulleitt (illa málað, málningin þekur ekki fletina að fullu). Og er málningin að mestu afmáð af loki. Rof er í lokinu, um 5 mm bil milli fjala.

Smíðað af Sigurði Jónssyni (1843-1909) á Ytra-Skörðugili. Sigurður Á Jónsson á S-Húsabakka gaf.

 

MKR 414: þar segir: „Koffort: gilt að lit, smíðað eftir Sigurð Jónsson (1834-1909) síðast á Ytra-Skörðugili. Frá Sigurði Á. Jónssyni, frá Syðri-Húsabakka.“

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.