Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKista, + hlutv.
MyndefniKista
TitillKista

StaðurMýri
ByggðaheitiBárðardalur
Sveitarfélag 1950Bárðdælahreppur
Núv. sveitarfélagÞingeyjarsveit
SýslaS-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJón Erlendsson 1951-
NotandiAðalbjörg Jónsdóttir 1880-1943, Kristjana Helga Jónsdóttir 1858-1900, Kristjana N. Jónsdóttir 1924-2008

Nánari upplýsingar

Númer2023-12
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn S-Þingeyinga
Stærð130 x 60 x 60 cm
EfniLífræn efni, Málmur, Tré, Viður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Kista sem var í eigu Aðalbjargar Jónsdóttur húsfreyju á Mýri frá því um 1903-1940, síðan Kristjönu Jónsdóttur dóttur hennar. Samkvæmt uppskriftum á dánarbúum Mýrarbænda (forfeðrum Aðalbjargar) og þar er ekki þessarar kistu neins staðar getið. Þar af leiðandi telur gefandinn Jón Erlendsson (sonur Kristjönu Helgu) að hún gæti hafa komið í Mýri með Kristjönu Helgu Jónsdóttur (1858-1900), móður Aðalbjargar, þegar hún giftist í Mýri, en hún var frá Leifsstöðum í Öngulstaðahreppi og kistan þá sennilega eyfirsk að uppruna, merkingarnar, ef ekki danskar, þá í dönskum stíl. Málað á framhlið kistunnar er ártalið 1797. Kistan er ófúin en eina fjöl vantar í botn hennar. Lykill fylgir.

Þetta aðfang er varðveitt hjá einu safna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Miðstöðin er regnhlíf yfir margs konar starfsemi og söfn, m.a. Byggðasöfn Suður- og Norður-Þingeyinga. Munir eru um sjöþúsund og er stærsti hlutinn skráður í Sarp. Unnið er að setja inn myndir af hverjum gripi í Sarp, texti er ekki prófarkalesinn. Mikil vinna hefur verið lögð í að yfirfara geymslur og sýningar safnsins að undanförnu með því markmiði að skrá og mynda alla muni.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.