LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiTrafaöskjur
Ártal1730-1750

StaðurSteinsholt 1
ByggðaheitiEystrihreppur
Sveitarfélag 1950Gnúpverjahreppur
Núv. sveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSúsanna Halldórsdóttir 1929-2009

Nánari upplýsingar

NúmerBÁ/2009-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð10,5 x 23 cm
EfniViður

Lýsing

Trafaöskjur úr viði með útskornu loki. Gripurinn hefur verið saumaður saman með tágarbandi á hliðinni og það sama á við lokið. Botninn og toppurinn á lokinu hafa verið negld á með litlum nöglum. Naglagötin eru þó flest auð og lok og botn hefur verið styrkt með lími. Grænt filtefni er á lokinu innanverðu og í botni öskjunnar. Lítill hnúður er í miðju loki, þó ekki nógu stór til að nota við að lyfta lokinu. Sprunga er þvert yfir lokið.
Þessi saga fylgdi gripnum:
Þær átti Guðbjörg fædd 1731, svo dóttir hennar Kristín kona Gottsveins Jónssonar bónda í (Steinholti segir á miða frá gefanda) Steinsholti í Gnúpverjahreppi. Gottsveinn var faðir Sigurðar Gottsveinssonar er lenti í Kambsráni 1827. En Kristín var móðir Sigurðar og þeirra systkina sem voru átta. Kristín gaf öskjurnar sonardóttur sinni Guðbjörgu Jónsdóttur (Gömlu Guddu) í Mundakoti. Gamla Gudda gaf Jóhönnu Helgadóttur á Bergi á Eyrarbakka öskjurnar eftir sinn dag. Jóhanna Helgadóttir gaf þær Jóni Atla Jónssyni til varðveislu árið 1950.  Gefandinn Súsanna Halldórsdóttir var kona Jóns Atla og Jón Gunnar Gíslason sem afhenti gripinn og Jón Atli voru systkinasynir. Jóhanna á Bergi var feiknalega fróð og myndarleg kona og margir vildu eiga hana. Sagt var að í öskjunum væru lengi vel geymd 13 biðilsbréf til Jóhönnu á Bergi sem aldrei giftist.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.