Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiMerki, skráð e. hlutv.
MyndefniFáni, Kirkja, Þjóðfáni
Ártal1954

ByggðaheitiAkureyri
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarbær
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiDýrleif Bjarnadóttir 1943-
NotandiDýrleif Bjarnadóttir 1943-

Nánari upplýsingar

Númer2023-108
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
EfniSilki, Textíll
TækniTækni,Silkiprent

Lýsing

4 merki úr silki og tauefni sem meðlimir kórs Barnaskóla Akureyrar fengu í kórferðalagi til Noregs árið 1954. Á einu merki stendur ,,Ísland,, á öðru er íslenski fáninn en hin tvö eru frá Noregi líklega og stendur á öðru ,,Voss Kirke,, og mynd af kirkju og 3 stúlkum í þjóðbúningum og á hinu er mynd af húsi á kletti og stendur á því ,,Fjellstua. Alesund,,

Í kórnum í þessari ferð voru;

Sópran: Agnes Svavarsdóttir, Arngrímur B. Jóhannsson, Ásgerður Snorradóttir, Dýrleif Bjarnadóttir, Engilbert Jensen, Gerður Hannesdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Jónas V. Torfason, Margrét V. Jónsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Sigurjón R. Þorvaldsson, Sverrir Leósson, Valrós Þórsdóttir.

Mezzosópran: Ásgerður Ágústssdóttir, Bergþóra Gústavsdóttir, Dagný Hermannsdóttir, Hildur G. Júlíusdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Súsanna Möller, Þórunn Árnadóttir.

1.alt: Árni Sigurbjörnsson, Friðrik Árnason, Helga Haraldsdóttir, Inga Ó. Haraldsdóttir, Stefán H. Jónsson.

2.alt: Anna G. Jónasdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Hafliði Ólafsson, Ingvi Jón Einarsson, Jóna Edith Jóns.

Helgi J skrifar hér um kórinn og ferðina til Noregs :

Barnakór Akureyrar (1948-58)

Helgi J

23/05/2018

Barnakór Akureyrar sem hér um ræðir er líklega þekktasti kórinn sem starfaði undir þessu nafni en hann hlaut frægð sem náði út fyrir landsteinana.

Það var barnakólakennarinn Björgvin Jörgensson sem átti allan heiðurinn af kórnum en hann stofnaði hann í upphafi árs 1948 innan Barnaskólans á Akureyri, Björgvin hafði komið til starfa á Akureyri haustið 1946 en hafði þar á undan stofnað og stjórnað sambærilegum kór í Borgarnesi.

Barnakór Akureyrar, sem lengi innihélt á milli fimmtíu og sextíu börn flest á aldrinum tíu til tólf ára, hlaut fljótlega mikla athygli fyrir söng sinn og svo fór að Ríkisútvarpið lét taka upp söng kórsins á nokkrar plötur líklega árið 1952, einhverjar þeirra upptaka bárust til Noregs og voru spilaðar í norska ríkisútvarpinu.  Í kjölfarið, í janúar 1954 bauðst kórnum að koma fara til Álasunds í Noregi og syngja þar á tónleikum um sumarið. Lengi var óvíst hvort af þessari tónleikaferð yrði þar eð ljóst var að hún kostaði skildinginn, enda tíðkaðist ekki á þeim tíma að ferðast með stóra hópa barna á milli landa og hvað þá til að syngja. Kórinn hafði þá oftsinnis haldið tónleika hér heima en allur ágóði þeirra hafði farið í hljóðfærasjóð fyrir Barnaskóla Akureyrar.

Það varð þó úr að eftir ýmsar fjáröflunarleiðir og styrki, m.a. frá Akureyrarbæ, fór kórinn utan, kom sá og sigraði en hann vakti mikla athygli ytra og varð til að efla mjög vinabæjasamband milli Akureyrar og Álasunds í kjölfarið en það samband er enn á.

Árið 1954 komu út tvær plötur með söng Barnakórs Akureyrar með alls sex lögum en óvíst er hvort um sömu upptökur er að ræða og Ríkisútvarpið hafði gert fáeinum árum á undan. Á plötunum tveimur sungu Anna G. Jónasdóttir og Arngrímur B. Jóhannsson einsöng en Arngrímur varð síðar þekktur flugmaður. Meðal annarra þekktra meðlima kórsins má nefna söngvarann Óðin Valdimarsson, Engilbert Jensen síðar söngvara Hljóma, Jón Hlöðver Áskelsson síðar tónlistafrömuð á Akureyri og Jóhann Daníelsson söngvara sem víða hefur komið við í norðlensku sönglífi.

https://glatkistan.com/2018/05/23/barnakor-akureyrar-2/

Sótt 9.8.2024

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.