Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurPálmi Kristinn Arngrímsson 1930-2015
VerkheitiTitill óþekktur

GreinTeiknun - Blýantsteikningar, Blönduð tækni, Tússteikningar
Stærð17 x 12,5 cm

Nánari upplýsingar

NúmerS-PKA-214
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAlmenn listmunaskrá

EfniPappír

Lýsing

Við gerð verka sinna nálgaðist listamaðurinn Pálmi Kristinn Arngrímsson (1930–2015) frumeðli mannsins af hógværð og smekkvísi. Hann horfði til bernsku, sambands móður og barna og grósku og þróunar í mörgum myndum. Hann leitaði líka fanga í heimi stjórnmála og alþjóðlegra umbrota, var hugsi yfir hvers kyns öfugþróun og niðurbroti mannsandans. Þótt verk hans beri keim af myndlist fjarlægra landa, Afríku og Suður-Ameríku, þá vann hann úr þeim hughrifum með einstökum hætti og fann sinn persónulega stíl.

Þetta aðfang er í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, grunndeild þess telur um 6.000 verk, en að auki eru um 3.000 verk í textíldeild, 682 verk í Stofu Ingvars Ellerts Óskarssonar, um 120.000 verk í Kiko-korriró-stofu Þórðar G. Valdimarssonar og 5.778 verk í Stofu Thors Vilhjálmssonar. Meirihluti safneignar er eftir myndlistarmenn sem vinna á sjálfsprottinn hátt en safnið á líka mörg verk eftir lærða listamenn, innlenda sem erlenda.

 

Skráning verka í grunndeild hófst árið 2015 og flutningur á gögnum yfir í Sarp í janúar 2018. Þegar sú skráning kemst í eðlilegan farveg þannig að hægt sé að halda í horfinu, þá verður hugað í stofum og textíldeild.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.