Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiReka, óþ. notk., verkfæri

StaðurYtri-Fagridalur
ByggðaheitiSkarðsströnd
Sveitarfélag 1950Skarðshreppur Dal.
Núv. sveitarfélagDalabyggð
SýslaDalasýsla (3800) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer6070/1910-188
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Fundaskrá, Fundaskrá_Lausafundir
Stærð84,5 x 21 x 4,5 cm
EfniGreni

Lýsing

Spaði úr greni allur, l. 84,5 sm., br. blaðsins, sem er bogadregið að neðan og ólögulegt, er mest 21 sm., gildl. skaftsins 4,5 sm.um miðju. Spaði þessi mun vera forn: hann fannst við mótekju djúpt í jörðu í Ytra-Fagradal í Dalas. Hefur máske verið notaður þar við mótekju áður eða til að moka snjó ofan við beit.


Sýningartexti

Reka úr greni, fundin í mómýri hjá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu og mun hafa glatast þar við mógröft á fyrri öldum.

Spjaldtexti:
Páll og reka. Pállinn er af fornri gerð sem notuð var öldum saman til jarðvinnslu. Rekan fannst í mómýri hjá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og hefur líklega týnst þar við mógröft á miðöldum.

Spades. The narrow-bladed spade is of an ancient style, used throughout the centuries for digging. The widebladed spade was found in a peat bog; it was probably lost there in the Middle Ages while digging peat for fuel.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana