LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHálsfesti
Ártal1500-1600

ByggðaheitiVatnsleysuströnd
Sveitarfélag 1950Vatnsleysustrandarhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Vogar
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiÓþekktur
NotandiSigurður Jónsson 1816-1897

Nánari upplýsingar

Númer2156/1882-119
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð135 x 0,6 x 0,2 cm
EfniGull, Silfur
TækniSilfursmíði

Lýsing

Hálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., þ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítið undnir, svo festin verður sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur það glegst í ljós er undið er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, með hring í, og í honum hangir kringlótt  kingja, 5,9 cm. að þverm. og 48 gr. að þyngd, steypt úr silfri og gylt, með mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis. Annars vegar er syndafallið, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góðs og ills; Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öðrum.  Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeð.  Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliða. Yzt vinstra megin virðist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hægra megin virðist engill(inn) reka Adam burtu; eru þær myndir miklu smærri en aðalmyndin. Trjeð er með mikilli krónu og fyrir neðan hana er letrað: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . Z. ( þ.e. konan gaf mjer og jeg át með. Genesis  [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friðþægingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist að ofan eru geislar í hálfhring.  Sinn ræninginn er til hvorrar handar.  María frá Magdölum krýpur við kross Krists og heldur um hann.  Önnur kona (María móðir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermaður (Longinus) ætlar að stinga spjóti í síðu Krists; annar að brjóta með kylfu fótleggi annars ræningjanna. Höfuðsmaðurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti. Beggja vegna við krossana og milli þeirra er leturlína yfir þvera kinguna: MIS - ERERE. NO - BIS - DOMI - NE(  þ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er þetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld. Sennilega gjört í Þýzkalandi, í upphafi, að minsta kosti. -

Festin (og kingan) er sögð að vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurður á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).

Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sept. 2011:

Samskonar brjóstkringla var einn af þeim gripum sem komu frá Nordiska Museet í Stokkhólmi árið 2008, nr. Þjms. 2008-5-185. 

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana